Blik - 01.05.1961, Side 84
r
82
B L I K
bréf eða ónýtist, þá á réttur eig-
andi heimtingu á að fá nýtt hluta-
bréf, eftir að félagsstjórnin á hans
kostnað hefur fengið þær sannanir,
sem hún tekur gildar fyrir því, að
hlutabréfið sé glatað eða ónýtt.
Hlutabréfi hverju skulu fylgja
arðmiðar með óákveðinni upphæð.
Arðsupphæð þá, sem aðalfundur
ákveður hluthöfum til handa fyrir
umliðið ár, ber gjaldkera félagsins
að greiða strax eftir fundinn eða
eftir ákvæðum hans án tillits til
þess, hver afhendir.
Arðmiði er ógildur, ef eigi er
krafizt borgunar á honum fyrir
næstu áramót eftir gjalddaga, en
upphæð hans leggst þá í varasjóð
félagsins.
5. gr.
Hver hluthafi er skyldur til, án
nokkurrar sérstakrar yfirlýsingar
frá hans hálfu, að hlíta lögum fé-
lagsins, þeim, sem nú eru eða sett
verða síðar á lögmætan hátt. Hlut-
hafar bera enga ábyrgð á skuld-
bindingu félagsins fram yfir hluti
þeirra í því. Á ákvæðum þessarar
greinar getur engin breyting orðið
nema með samþykki allra hluthafa.
6. gr.
Lögmætir félagsfundir hafa æðsta
vald í öllum málefnum félagsins,
og ræður meiri hluti atkvæða úr-
slitum, nema öðru vísi sé ákveðið
í lögum þessum.
7. gr.
Aðalfundur félagsins skal hald-
inn fyrir lok marzmánaðar ár
hvert. Aukafund skal halda, þegar
stjórn félagsins þykir við þurfa
samkvæmt fundarályktun, eða þeg-
ar þriðjungur félagsmanna að
minnsta kosti krefst þess skriflega,
enda segi þeir til, hvers vegna þeir
æskja fundar.
Þá er lögmæt krafa um fundar-
höld er fram komin frá hluthöfum,
er stjórninni skylt að boða til fund-
arins og halda hann svo fljótt, sem
því verður við komið.
8. gr.
Til félagsfunda skal stjórnin
boða annað hvort með auglýsingu
eða þá með því að láta kalla á
fundinn. Sé með auglýsingu boðað
til fundar, skal það gjört með að
minnsta kosti fjögurra daga fyrir-
vara. í fundarboði skal stuttlega
getið þeirra mála, er fyrir eiga að
koma á fundinum.
9. gr.
Hverjum fundi stýrir kosinn
fundarstjóri. Hann rannsakar í
fundarbyrjun, hvort löglega hefur
verið til fundarins boðað og hvort
hann er lögmætur að öðru leyti og
lýsir því síðan yfir, hvort svo sé.
Atkvæðagreiðsla fer fram á þann
hátt sem fundarstjóri ákveður. Þó
skal skrifleg atkvæðagreiðsla fara
fram jafnan, þegar einhver fund-
armanna krefst þess.
10. gr.
Hluthafar ernir hafa atkvæðisrétt
á fundum. Þeir, sem eiga einn til
fjóra hluti, hafa eitt atkvæði, 5—10
hluti tvö atkvæði, 11—19 hluti þrjú
atkvæði, 20 hluti og þar yfir fjögur
atkvæði. I sjúkdómsforföllum og
fjarvist — utan Vestmannaeyja —
geta hluthafar falið öðrum með
skriflegu umboði að fara með at-
kvæði sitt á fundum. Svo getur
og stjórn félagsins eða sjóðsfjár-
haldsmenn ómyndugra og skipta-
ráðandi farið með atkvæði félags-
ins, sjóðsins, hmna ómyndugu eða
búsins á fundum félagsins.
11. gr.
Dagskrá fyrir fundinn skal sam-
in, og skal hún liggja hjá formanni
félagsins daginn fyrir fundinn Þó
skal heimilt að taka fyrir önnur
mál á fundinum en þau, er dag-
skráin til greinir til umræðu og úr-
J