Blik - 01.05.1961, Side 85
B L I K
83
slita, ef meirihluti atkvæða fund-
armanna er því samþykkur.
12. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð 5
hluthöfum, er heim’li eiga í Vest-
mannaeyjum. Skulu þeir kosnir á
aðalfundi til eins árs í senn ásamt
varamanni og tveimur endurskoð-
unarmönnum. Stjórnin kýs sér for-
mann og skrifara úr sínum flokki,
og einnig féh'rði, ef það þykir
henta, en að öðrum kosti ræður
hún hann, eins og aðra starfsmenn
félagsins.
13. gr.
Stjórnin heldur gjörðabók. í
hana skal rita lög félagsins og
fundarályktanir allar ásamt þeim
lagabreytingum, sem kunna að
verða gjörðar. Ennfremur skal í
bók þessa rita fundargjörðir fé-
lagsstjórnarinnar. í lok hvers fund-
ar skal fundargjörðin lesin upp og
borin undir samþykki. Sé hún
samþykkt og undirskrifuð af fund-
arstjóra og viðstöddum stjórnar-
mönnum, hefur það fullt gildi, sem
bókað hefur verið Þessi ákvæði
gilda jafnt um félagsfundi og þá
fundi, sem stjórnin heldur út af
fyrir sig.
Stjórnin heldur hluthafaskrá fé-
lagsins og geymir skjalasafn þess.
Stjórnin ræður hæfan mann með
ákveðnum, hæfilegum uppsagnar-
fresti af beggja hálfu til þess að
stjórna frystivélunum, og hefur
jafnframt á hendi móttöku og af-
hendingu þess, sem félagið verzlar
með eða tekur til geymslu allt
eftir nánari samningi milli hans og
stjórnarinnar. Hún ræður og að-
stoðarmann og aðra starfsmenn fé-
lagsins eftir þörfum og ákveður
laun þeirra og endurskoðenda.
14. gr.
Formaður hefur vald til þess
sem prókúruhafi félagsins með því
valdssviði, sem ákveðið er um
prókúruhafa í 25. grein laga nr. 42,
13. nóv. 1903, að annast um allt
það, er snertir rekstur félagsins,
og rita firma þess Að því leyti
sem vald formanns sem prókúru-
hafa eigi nær til, ræður meirihluti
atkvæða í stjórninni öllum félags-
málum milli funda, og getur hún
skuldbundið félagið og veðsett
eignir þess með ályktunum sínum
og samningum.
15. gr.
Ársreikningar félagsins fyrir um-
liðið ár skulu fullgerðir fyrir lok
febrúarmánaðar ár hvert og sendir
endurskoðunarmönnum til athug-
unar, en þeir skulu aftur senda
stjórn félagsins reikninginn með
athugasemdum sínum fyrir miðjan
marzmánuð.
Endurskoðendur geta krafizt þess
að fá að skoða allar bækur og
skjöl, er snerta efnahag félagsins
16. gr.
Á aðalfundi leggur stjórnin fram
ársreikninga félagsins fyrir umlið-
ið ár með athugasemdum endur-
skoðenda og svörum reiknings-
haldara og formanns og ber þá
upp til samþykktar. Hún ber og
fram önnur mál, er félagið varðar.
Auk þess getur hver félagsmaður,
ef meiri hluti fundarins samþykkir
það, komið með uppástungur um
hvert það atriði, er félagið varðar
eða rekstur þess.
17. gr,
Aalfundur ákveður þóknun handa
stjórninni aðra en laun féhirðis.
18. gr.
Af arði þeim, sem félagið eftir
ársreikningum hefur haft á hinu
umliðnu ári, skal eftir ályktun að-
alfundar greiða hluthöfum vexti af
stofnfé því, er þeir það ár áttu í
félaginu, þó ekki hærri en svo, að
af ársarðinum verði að minnsta