Blik - 01.05.1961, Side 86
r
84
B L I K
kosti 25% lagðar í varasjóð félags-
ins fyrir fyrningu húsa, véla og
annarra áhalda.
19. gr.
Lögum félagsins má breyta á
aðalfundi, þar sem mættir eru hlut-
hafar, er umráð hafa yfir að
minnsta kosti helmingi hlutafjárins,
og sé lagabreytingin samþykkt með
% atkvæða fundarmanna a. m. k.,
sbr. 10. gr.
Hafi eigi verið á fundinum svo
margir hluthafar, en lagabreytingin
verið samþykkt með % atkvæða
a. m. k, þá skal halda aftur fund
innan einnar viku. Skal til hans
boðað á venjulegan hátt og það
jafnframt tekið fram, að til fundar
sé boðað sökum þess, að eigi hafi
verið nógu margir á hinum. Og séu
á þeim fundi greidd% atkvæða
með lagabreytingunni, þá er hún
lög, hvort sem margir eða fáir
hafa sótt fundinn.
20. gr.
Nú þykir ráðlegt eða nauðsynlegt
að leysa félagið upp, og fer þá um
tillögu þar að lútandi sem um
lagabreytingu. Fundur sá, sem
samþykkir á lögmætan hátt að slíta
félaginu, kveður og á um, hvernig
ráðstafa skuli eignum þess og um
borgun skulda.
21. gr.
Með lögum þessum eru numin
úr gildi „Lög fyrir ísfélag Vest-
mannaeyja" frá 9. febr. 1902.
Á fundi þessum var samþykkt
að selja gamla íshúsið Steini
klæðskera Sigurðssyni fyrir kr.
1200,00. Sigurður hreppstjóri
hafði æskt þess, að hreppsfé-
lagið fengi að sitja fyrir kaup-
unum á húsinu, ef það yrði
selt, handa sveitarómögum
hreppsins. Sú beiðni náði ekki
'Samþykki. Samþykkt var að
greiða hluthöfum 6% vexti af
'hlutafénu.
I stjóm voru kosnir (25. maí
1911) Magnús Guðmundsson,
64 atkv., Árni Filippusson, 62
atkv., Gunnar Ólafsson, 51 at-
kv., Jón Einarsson á Gjábakka,
47 atkv. og Gísli J. Johnsen,
23 atkv.
Stjórnin skipti með sér verk-
um og hlaut Gunnar Ólafsson
áfram formannssætið.
Um haustið afréð stjórnin,
að síldarverðið skyldi vera 25
aurar pundið út af húsi, og
skulu útgerðarmenn vera neydd-
ir til að kaupa 10% af gamalli
síld í hvert sinn.
Þegar liðið var fram á miðja
vertíð 1912 voru aðeins 6000
pund síldar eftir í húsinu. Vom
þá gerð kaup á 25 smálestum
af síld frá Thor Jensen í
Reykjavík.
Tíminn leið og engin síld
kom til Eyja. Einstaklingar
reyndu að útvega sér nokkra
beitu en stjórnin neitaði að
geyma hana fyrir þá vegna fyr-
irhugaðra síldarkaupa. Þegar
þessar ákvarðanir voru teknar,
var Gísli J. Johnsen ekki mætt-
ur á stjómarfundi. Seint í marz
barst sú fregn til Eyja, að skip
það, sem flytja átti síldina til
Eyja frá Thor Jensen, væri á
leiðinni. Dagarnir liðu. Algjört
síldarleysi ríkti í verstöðinni og