Blik - 01.05.1961, Blaðsíða 87
8LIK
85
ekkert hafði frétzt af síldar-
skipinu dögum saman. — Loks
kom þó skipið Bergenhus, með
síldina. Það hafði tafizt vegna
veðurs á leiðinni og síldin hálf-
ónýt, þegar til Eyja kom. Hún
var seld á uppboði, með því að
ísfélagið taldist ekki skylt að
taka við henni, skemmdri vöru.
Þegar aðalfundur Isfélags
Vestmannaeyja var 'haldinn 9.
júní 1912, lýstu félagsmenn
nýju trausti á Gísla J. Johnsen.
Hann hlaut 47 atkv. í stjórnina,
Magnús á Vesturhúsum fékk 38
atkv., Árni Filippusson 37, Jón
Einarsson á Gjábakka 25 og
Ágúst Gíslason í Landlyst 23
atkvæði.
Þessi stjórn kaus Gísla J.
Johnsen formann félagsins. Þar
með höfðu gömlu, framtaks-
sömu félagamir í stjórn ísfé-
lagsins tekið saman höndum
aftur. Varamaður í stjómina
var nú kosinn Ólafur Arin-
bjarnarson. Endurskoðendur
hinir sömu og áður: Þórarinn
Gíslason og Jes A. Gíslason.
Varamaður aðalendurskoðenda
var aldrei kosinn nema árið
1909, þegar setzt. var að Gísla
J. Johnsen og honum bolað frá
áhrifum á rekstur félagsins.
Nú var aftur tekið til óspilltra
málanna. I júní um sumarið,
eða tæpum þrem vikum eftir
aðalfundinn, afréð stjórnin að
láta endurbæta vélar íshússins
og húsið sjálft, stækka það og
auka vélakostinn. Mikið var
rætt um, að endurbæta fjárhag
félagsins. Skuldagreiðslur köll-
uðu að. Útistandandi skuldir
vora miklar. Tekin var nú upp
sú stefna að lána hvorki mat-
væli (aðallega kjöt), beitu né
nokkra geymslu, fyrr en þá að
útistandandi skuldir hefðu ver-
ið greiddar.
Á þessu sumri gerðist Sig-
urður Högnason Sigurðssonar,
íshúsvarðar, starfsmaður Isfé-
lagsins með kr. 60,00 mánaðar-
kaupi. Skyldi hann aðstoða föð-
ur sinn.
Um haustið var unnið að því
að sprengja klappir í kjallara
íshússins til þess að auka hús-
rýmið þar, því að koma skyldi
þar fyrir korkeinangraðri snjó-
og ísgeymslu. Þetta haust fékk
Isfélagið nýjar gasvélar. Fyrir
jólin boðaði stjórnin til almenns
aukafundar í félaginu, þar sem
félagsmönnum var birt sú á-
kvörðun hennar að lána engum
beitu á komandi vertíð nema
þeim, sem sett gætu tryggingu
fyrir skuldum sínum við félag-
ið og væntanlegum nýjum síld-
arkaupum. Engum utanhéraðs-
mönnum skyldi lána síld og
heldur ekki „strengjamönnum
eða bjóðmönnum".
I janúar 1913 var ráðinn sér-
stakur maður til þess að ann-
ast afgreiðslu síldar og annarra
vara úr geymslu íshússins, þar
sem ekki þóttu tök á að véla-