Blik - 01.05.1961, Qupperneq 88
86
B L I K
mennimir gætu annað því starfi
lengur með vélgæzlunni. Þá
réðist Kristmann Þorkelsson til
starfa hjá ísfélaginu. Var hann
síðan starfsmaður þess í mörg
ár.
Á þessum tíma var beitu-
skortur í landinu, og tók ís-
félagsstjórnin það ráð að
skammta síldina. Skyldi hver
vélbátur fá 25 kg í róður og
róðrarbátur 10 kg. Einstakir
bjóðmenn skyldu fá 2,5 kg og
sú beita dregin frá síldarmagni
bátsins.
Á stjómarfundi 26. maí 1913
vakti formaður ísfélagsins máls
á því, að nauðsynlegt væri orð-
ið að stækka íshúsið og full-
komna það, ef það ætti að vera
því vaxið, að svara kröfum
tímans og fullnægja þörfum at-
vinnulífsins. Samþykkti þá
stjórnin að leggja fyrir aðal-
fund tillögur varðandi þetta
mál. Sama dag var haldinn að-
alfundur og þessar tillögur for-
manns og stjórnarinnar sam-
þykktar þar. Virtist nú lokið
um stund valdabrölti einstakra
manna í félaginu, því að stjórn-
in var öll endurkosin.
Eftir mánuð hafði formaður
útvegað tilboð frá Sabroe í Ár-
húsum í Danmörku varðandi
nýja frystivélasamstæðu með
„stálpípum", tenglum og mörgu
fleira í frystiklefa jafnstóran
hinum eldri og tvo nýja
geymsluklefa. Verðið alls kr.
8000,00. Einnig hafði formaður
leitað tilboða í gasvél, 22 hest-
afla, með öllu, sem 'henni hlaut
að fylgja. Með öllu skyldi gas-
vélin kosta kr. 5000,00. Þá lagði
formaður fram teikningu af
væntanlegri viðbyggingu ís-
hússins. Stjómin samþykkti að
hefjast þegar handa um þessar
nýju framkvæmdir.
Áður en afráðið var að festa
kaup á gasvélum aftur til þess
að knýja frystivélarnar, var
leitað álits Halldórs Guðmunds-
sonar, rafmagnsfræðings í
Reykjavík um það, hvort ódýr-
ara mundi verða að knýja
frystivélarnar með gasi eða raf-
magni. Taldist rafmagnsfræð-
ingnum svo til, að kosta mundi
14,72 aura hvert hestafl á
klukkustund, sem vélar hússins
væru 1 gangi, ef notað yrði raf-
magn. Við athugun á rekstri
íshússins hafði hinsvegar kom-
hverja klukkustund aðeins 3,5
hverri klukkustund aðeins 3,5
aura, þegar gas var notað. Um
þetta atriði hafði formaður
einnig leitað álits Thomas
Sabroe og Co. í Árhúsum, og
var niðurstaðan hin sama, Þess-
vegna var afráðið að kaupa
aftur gasvélar.
Um 'haustið starfaði hér Bogi
Brynjólfsson, yfirréttarmála-
flutningsmaður, 'hjá ísfélagi
Vestmannaeyja við að inn-
heimta skuldir. Þeim, sem
hvorki höfðu sýnt vilja á að