Blik - 01.05.1961, Page 90
r
88
kr. 10.000,00 veðdeildarlán til
greiðslu á mest aðkallandi
skuldum.
I marzmánuði 1914 sam-
þykkti stjórnin að taka raf-
magn 1 þágu ishússins. Til þess
tíma höfðu þar verið notaðir
olíulampar. Rafmagnsveitan
skyldi tengd frystivélakerfinu
og íshúsið þannig framleiða
sjálft rafmagn til eigin nota.
Um 'haustið 1914 samþykkti
stjóm ísfélagsins að hætta með
öllu að geyma kjöt, fisk og
önnur matvæli fyrir almenn-
ing og skyldi félagið sjálft reka
kjötverzlun. Þessu var komið
í framkvæmd. Síðan rak félag-
ið kjötverzlun sína til ársins
1958 eða í 44 ár.
Vorið 1915 var boðað til al-
menn aukafundar í Isfélaginu
og var hann haldinn í Templ-
arahúsinu. Tilefni fundarins var
það að ræða við útgerðarmenn
um síldarkaup fyrir sumarið.
Þessi fundur varð allsögulegur.
Andstæðingar félagsstjórnar-
innar og undirróðursmenn
reyndu til hins ítrasta að hleypa
fundi þessum upp með hnjóðs-
yrðum og frammíköllum. Þetta
leiddi til þess að þrír af stjórn-
armönnunum urðu vondir og
sögðu af sér stjórnarstörfum
þarna á fundinum. En Árni
Filippusson lét þessi dólgslæti
ekkert á sig fá. Hann tók sak-
irnar, sem á stjórnina voru
bornar, að mestu leyti á sig,
B L I K
var hinn rólegasti og skoraði
á stjómarfélaga sína að hlaupa
ekki úr stjórn fyrir aðalfund.
Margir tóku undir þau orð Árna
á fundinum. Hjaðnaði svo ólga
þessi, og allt féll í ljúfa löð.
Síðan var aðalfundur félags-
insins haldinn 25. ágúst 1915 og
lagðir fram endurskoðaðir
reikningar áranna 1913 og
1914. Þjark varð á þessum
fundi eins og jafnan áður.
Orðaskak stjórnarandstæð-
inganna leiddi það af sér, að
Ágúst Gíslason í Valhöll gaf
fundinum kost á að lýsa yfir
trausti sínu á Áma Filippus-
syni í gjaldkerastöðu félagsins.
Var sú traustsyfirlýsing sam-
þykkt með öllum greiddum at-
kvæðum. Á fundi þessum fór
fram skrifleg atkvæðagreiðsla
um reikninga félagsins fyrir
bæði árin og voru þeir sam-
þykktir með 59 atkv. gegn 3.
Samþykkt var að greiða hlut-
höfum 10% arð.
Formaður hafði undirbúið að-
alfundinn meðal annars með því
að leita álits hygginna for-
manna og útgerðarmanna um
það, hvernig bezt yrði hagað
skömmtun síldar á vertíð, þar
sem búast mætti við beitu-
skorti. Vom þau ráð ráðin, að
vélbátar og aðrar fiskifleytur,
sem Eyjamenn ættu sjálfir,
fengju síldina þannig, að hverj-
um bát yrði úthlutað ákveðnu
magni af síld, sem þeir svo