Blik - 01.05.1961, Síða 92
r
90
B L I K
á hvern hlut á bát. Þótti það
einna heppilegasta og sann-
gjarnasta skipanin á úthlutun
síldarinnar.
Stríðsárin fyrri ullu stjórn
ísfélagsins miklum erfiðleikum.
Þó tókst henni að halda láns-
trausti félagsins óskertu og afla
nægilegrar síldar handa útvegi
Eyjamanna hverja vertíð.
Kaupgjaldið steig jafnt og
þétt á stríðsárunum. Árið 1917
nam kaup Högna Sigurðssonar
kr. 2000,00, og þar að auki var
honum greidd kr. 500,00 dýrtíð-
aruppbót. Sigurður sonur hans
hafði kr. 1500,00 árskaup og
gjaldkerinn kr. 1200,00. Að
töluverðu leyti mun vinna hans
hafa verið aukavinna.
Árin 1911—1916 að báðum
þessum árum meðtöldum lét fé-
lagið afhenda frá áramótum til
15. maí til uppjafnaðar hvert
ár 86,4 smálestir síldar til út-
vegsmanna og sjómanna í Eyj-
um. Sömu ár nam heildar síld-
arsalan 97,47 smálestum miðað
við allt árið. Árið 1915 var síld-
areyðslan mest eða 153 smálest-
ir, en minnst árin 1916 og 1917,
um 100 smálestir hvort ár.
Oft var það stjórninni erfið-
leikum háð að ná inn útistand-
andi skuldum. Stundum neydd-
ist hún til að beita þeirri hörku
að stöðva sölu síldar til skuld-
seigustu viðskiptavinanna á
vertíð, þar til þeir höfðu greitt
viðunandi hluta af skuld sinni.
Fundargjörðir Isfélagsstjórnar-
innar frá þessum árum bera
það með sér, að ísfélag Vest-
mannaeyja naut mikils trausts
í viðskiptum, og síldarseljendur
sóttust eftir viðskiptum við
það. Kjötsalan í félagsbúðinni
fór þá einnig vaxandi ár frá
ári.
Stundiun þurfti að grípa til
þess úrræðis að skammta síld-
ina, þegar knappt var um hana.
Var þá t. d. úthlutað til vélbáta
af venjulegri stærð 30 kg í róð-
ur. Hinir minni fengu 20 kg og
róðrarbátar, sem enn áttu sér
stað þá í Eyjum, fengu 10 kg.
Þá var ekki óalgengt, að sjó-
menn 'höfðu ,,bjóð“ á bátnum,
þ. e. eigin línu, sem þeir fengu
þá aflann af í kaup. Sumir
höfðu 1—2 strengi á bátnum og
aflann af þeim til uppbótar á
kaup.
Til alls þessa þurfti að taka,
þegar bátum var skömmtuð
síldin..
Andstæðingar Gísla J. John-
sen reyndu alltaf öðru hvoru
að hnekkja honum og ná und-
an honum formannssætinu í Is-
félaginu. Þannig var það t. d.
á aðalfundi Isfélagsins 16. júní
1919. Þá stungu andstæðingar
hans upp á skriflegri stjórnar-
kosningu í þeirri von, að nægi-
lega margir félagsmenn reynd-
ust honum andstæðir, ef leyni-
leg kosning færi fram. Þessum
óskum þeirra var framfylgt.