Blik - 01.05.1961, Blaðsíða 93
B L I K
91
Þá hlaut Gísli J. Johnsen og
Jón Hinriksson, kaupfélags-
stjóri svo að segja öll atkvæði
fundarmanna, hvor um sig 90
atkvæði. Ámi Filippusson hlaut
76 atkv. Símon Egilsson 73 og
Magnús Guðmundsson 51.
Meiri hluti þessara manna hafði
lengst stjórnað Isfélaginu og
reynzt félagsmönnum ötulastir
og dyggastir. Endurskoðendur
voru kosnir Jóhann Þ. Jósefs-
son og Brynjúlfur Sigfússon.
Sumarið 1919 var síldarverð-
ið í Reykjavík 58 aurar út af
húsi. Það sumar festi Isfélagið
kaup á 60 smálestum af beitu-
síld hjá Isbirninum 'h.f. og 30
hjá íshúsinu Herðubreið.
Á þessum árum var Gísli J.
Johnsen mjög oft fjarrverandi
úr bænum sökum hins marg-
þætta og mikla atvinnureksturs
síns. Þá gegndi Árni Filippus-
son, gjaldkerinn, störfum hans,
kallaði saman stjórnarfundi og
réði fram úr daglegum vanda-
málum og þó alltaf í samráði
við formanninn, ef hann var
hérlendis. Samvinna þessara
tveggja manna um hag félags-
ins virðist hafa verið með á-
gætum. Ekki var það minnst
henni að þakka hinn góði við-
gangur Isfélagsins og hið mik-
ilvæga starf, sem þar var innt
af hendi fyrir útveg Eyja-
manna.
Haustið 1920 var í óefni
komið um rekstur íshússins
vegna þess, að gaskol þau, sem
keypt höfðu verið, reyndust
svikin vara, svo að naumast
var haldið nægilegu frosti í
húsinu af þeim sökum. Það var
þá ísfélaginu til happs að
Stefán Guðlaugsson, útvegs-
bóndi í Gerði, átti í fórum sín-
um 18—22 hestafla Thuxamvél.
Þessa vél keypti ísfélagið á
6000 krónur og notaði hana til
þess að knýja frystivélarnar.
Það var fyrsta olíuknúða vélin,
sem Isfélagið eignaðist. Fresta
varð kaupum á síld þetta haust
sökum þessara breytinga.
21. okt. 1920 var aðalfundur
haldinn og lagðir fram reikn-
ingar fyrir árin 1918 og 1919.
Oftar hafði það átt sér stað,
að ekki var haldinn aðalfundur
nema annað hvort ár, þó að
ástæður séu óljósar. I þetta
sinn hafði dregizt að halda að-
alfund af þeim sökum, að reikn-
ingarnir fengust ekki endur-
skoðaðir. Þeir voru því lagðir
fram með þeirri vissu að
þeir reyndust réttir sem jafnan
áður. Þó skyldu þeir auðvitað
endurskoðaðir síðar. Til þess
voru kosnir nýir endurskoðend-
ur, þeir Bjarni Jónsson á Sval-
barða og Guðni J. Johnsen,
Ásbyrgi.
Aðalfundur þessi samþykkti
að greiða félagsmönnum 6%
arð fyrir árið 1918 og 8% fyrir
árið 1919.
Þetta ár hækkaði síldarverð