Blik - 01.05.1961, Page 94
r
92
B L I K
um 30% og varð söluverð kr.
1,30 út úr húsi.
Ekki þori ég að fullyrða
að veiðzt hafi síld hér við
Eyjar 'hvert ár allan fyrsta
fimmtung þessarar aldar, en
oft verður þess vart, að Isfé-
lagið kaupir eitthvað af síld,
sem veidd hefur verið við Eyj-
ar eða í nánd við þær.
Árið 1921 greiddi ísfélagið
40 aura fyrir hvert kg af síld,
sem hér veiddist.
Þegar leið fram yfir 1920,
kom í ljós, að mikil þörf var á
endurbótum frystihússins og
lagfæringum. Á aðalfundi 1922
(29. maí), var stjóminni heim-
ilað að taka lán til að endur-
bæta hús og vélar. Þessi lán-
heimild sannar okkur bezt, að
Isfélag Vestmannaeyja var
aldrei rekið öðruvísi en hjálp-
arhella eða tæki til hagsbóta
og fyrirgreiðslu útvegi Eyja-
manna. Gróði á rekstrinum kom
ekki til greina eða varasjóður,
sem nokkru næmi. Útgerðar-
menn í Eyjum áttu alltaf við
mikla örðugleika að etja um að
fá nægilegt rekstrarfé til rekst-
urs útveginum og var þá Isfé-
lagið einskonar banki þeirra um
síldarkaupin. Það lánaði út-
gerðarmönnum beitu um lengri
eða skemmri tíma til þess að
útgerð gæti hafizt á réttum
tíma og framleiðslan tekið til.
Þessi útlán leiddu oft til þess,
að Isfélagið tapaði miklu fé
vegna lána og neyddist stund-
um til að afskrifa á annan tug
þúsunda af töpuðum skuldum.
Þó var reynt til hins ýtrasta
að greiða félagsmönnum arð af
rekstrinum m. a. til þess að
halda áhuganum vakandi og
halda sem mestri og beztri
samstöðu félagsmanna um fyr-
irtækið.
Á aðalfundi 1922 var sam-
þykkt að greiða félagsmönnum
10% arð, og var svo gert næstu
árin. Þessi aðalfundur afréð
einnig, að gefa skyldi úr fé-
lagssjóði 1200 krónur til ekkna
þeirra, sem fórust
Á vertíð 1922 eyddust um
1700 tunnur síldar til maíloka
en heldur minna síldarmagn
næsta ár. Vitaskuld var síldar-
eyðslan mjög háð gæftum á
línuvertíð.
Á vertíðum 1923 og 1924
gengu frá Eyjum um 70 vél-
bátar. Gert var ráð fyrir, að
þeim mundi fjölga og talan
fylla 8. tuginn á vertíð 1925.
Að sjálfsögðu varð stjórn Is-
félagsins að fylgjast vel með
aukningu útgerðarinnar og fyr-
irætlunum Eyjamanna í þeim
efnum til þess að geta áætlað
sem nákvæmust kaup á beitu-
síld fyrir hverja vertíð.
Haustið 1924 leit mjög illa
út með að tök yrðu á að festa
kaup á nægilegu magni síldar
til næstu vertíðar, þar sem
hvergi var beitusíld að fá í