Blik - 01.05.1961, Side 95
B L I K
93
landinu. Að vísu átti þá ísfélag
Vestmannaeyja töluvert miklar
síldarbirgðir, þó hvergi nógar
til næstu vertíðar. Nokkrum
dögum fyrir jól boðaði stjórnin
til almenns fundar í félaginu
til þess að ræða þessi vandræði.
Á fundinum var afráðin sú að-
ferð að skipta öllu síldarmagni
Isfélagsins fyrirfram milli
Eyjabáta. Réði svo hver báts-
höfn, hvenær og hvernig hún
notaði síld sína. Aðkomubátar
skyldu enga síld fá.
Á þessum fundi (20. des.
1924) hreyfði formaður ísfé-
lagsins, Gísli J. Johnsen, því
nýmæli, að formenn í Eyjum og
bátaeigendur gæfu fé í sérstak-
an sjóð, sem nefndur var „spít-
alasjóðurinn", og átti að verða
stoð og stytta þeirrar hugsjón-
ar að byggja fullkomið sjúkra-
hús í Vestmannaeyjum. For-
maður Isfélagsins beitti sér þá
mjög fyrir hugsión þeirri og
fékk hana gjörða að veruleika
þrem árum síðar.
Eins og drepið var á, var
enga síld að fá í landinu haust-
ið 1924. Um áramót hafði síld-
areign Isfélagsins verið skipt
niður á útgerðarmenn eða báta-
félög. Nokkrir útgerðarmenn í
bænum voru óánægðir með
hlutskipti sitt varðandi síldar-
skiptin og skrifuðu bréf til
bæjarstjórnar Vestmannaeyja
og báðu hana aðstoðar. Þá var
Kristinn Ólafsson bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum. Bæjarstjórn-
in tók afstöðu í máli þessu með
útgerðarmönnum og skrifaði
stjórn Isfélagsins bréf varð-
andi erindi þeirra. Bréf þetta
tók stjórn Isfélagsins fyrir á
fundi sínum 11. jan. 1925 og
svaraði því með svohljóðandi
bréfi.
„Mál þetta, sem hér ræðir
um, (úthlutun síldar Isfélags-
ins) álítur stjórn þess alls ekki
heyra undir verksvið bæjar-
stjórnarinnar. Vegna afskipta
hennar af því, leyfir Isfélags-
stjórnin sér að láta í ljós
megna óánægju sína yfir því,
að bæjarstjómin skuli hafa
tekið það til meðferðar og
byggt ályktanir sínar á slíkri
„Gróusögu", er hér ræðir um,
þar sem það er öllum almenn-
ingi kunnugt, að ísfélagsstjórn-
in hefur jafnan gert sér ein-
dregið far um að tryggja sjáv-
arútgerð Vestmannaeyja svo
vel að beitu, sem föng hafa
verið á, enda aldrei komið fram
kvartanir um hið gagnstæða.
Eins og nú stóð á, þar sem
Vestmannaeyingar eru nú lík-
lega eina veiðistöðin hér á landi,
sem hefur nokkurn veginn
nægilegan síldarforða fyrir for-
sjálni Isfélags Vestmannaeyja,
hefði frekar mátt vænta þess,
að ein'hverjum meiri yl hefði
andað í garð Isfélagsstjórnar-
innar af hálfu bæjarstjórnar
heldur en virðist vera í ofan