Blik - 01.05.1961, Side 96
94
B L I K
umgetnu erindi, sem bæjar-
stjórnin hefur látið leiðast til
að taka til meðferðar".
Þannig fékk fsfélagsstjórnin
að sannreyna það, að laun
heimsins eru vanþakklæti. Þá
sátu í bæjarstjórn Vestmanna-
eyja nokkrir lítilsigldir menn,
sem létu beint fram siga sér á
mesta velgerðarfélag byggðar-
lagsins, af því að þeim var,
eftir því sem bezt verður séð,
í nöp við formann ísfélagsins.
Síðari hluta janúarmánaðar
1925 var ísfélaginu boðin til
kaups síld í Noregi, en með því
að verðið þótti óhagstætt og
lítið hafði eyðzt þann mánuð
sökum ógæfta, var boðinu hafn-
að.
Á aðalfundi ísfélagsins 18.
júní 1925 var samþykkt, að fé-
lagið gæfi kr. 5000,00 Sjúkra-
húsi Vestmannaeyja, þegar
byggingin væri fullgerð.
Fyrir stjórnarfundi í ágúst
1925 lá teikning, sem formað-
ur hafði fengið firmað Sabroe
í Árhúsum til að gera af kæli-
leiðslum, sem leggja skyldi í
kjallara íshússins. Jafnframt
haf ði formaður fengið verkfræð-
inginn Þórð Runólfsson, sem
staddur var í Danmörku, til
þess að ferðast til Árhúsa til
að kynna sér hvernig slíkum
leiðslum væri komið fyrir með
þeirri ætlan, að hann sæi síð-
an um þessar framkvæmdir Is-
félagsins. Um þetta leyti voru
leiðslurnar á leiðinni til lands-
ins.
I ágústmánuði 1926 varð vél-
gæzlumaður ísfélagsins, Finn-
bogi Finnsson, fyrir sprengingu,
sem orsakaði dauða 'hans. Hann
'hafði verið vélgæzlumaður hjá
ísfélaginu í 7 til 8 ár. Staða
þessa manns var auglýst til
umsóknar og sóttu um hana 13
menn, þar af 6 umsóknir frá
utanbæjarmönnum. Páli Schev-
ing frá Hjalla í Eyjum var veitt
staðan. Jafnframt samþykkti
stjómin að veita móður Finn-
boga sáluga Finnssonar, Ólöfu
Þórðardóttur, ellistyrk til ævi-
loka, kr. 300,00 á ári.
Haustið 1926 fór stjórn Is-
félagsins fram á það við Is-
landsbankaútibúið hér, að það
lánaði félaginu peninga til síld-
ar- og kjötkaupa. Bankastjór-
inn, Viggó Bjömsson, gaf kost
á því, ef stjórnarmenn Isfélags-
ins ábyrgðust persónulega víx-
illán þessi. Þetta þótti stjóm-
armönnum einkennileg skilyrði
fyrir lánveitingunni og þar
gæta nokkurrar tortryggni
hjá bankastjóra. Var hann því
inntur frekar eftir þessum skil-
yrðum. Þá kom þetta í ljós:
ísfélagsstjórnin hafði tekið
víxla af útgerðarmönnum og
bátafélögum til tryggingar eða
greiðslu á skuldum þessara að-
ila við félagið. Síðan hafði
stjómin selt bankanum þessa
víxla með því að Isfélagið hafði