Blik - 01.05.1961, Side 98
96
B L I K
í Reykjavík, Þegar hér var
komið fundi, var honum frest-
að til fyrsta landlegudags.
Á stjórnarfundi 5 dögum
síðar, eða 2. febr., beiddist
gjaldkerinn, Árni Filippusson,
þess, að hann yrði leystur frá
gjaldkerastörfunum, þar sem
hann væri orðinn aldraður mað-
ur (þá 71 árs) og reiknings-
hald ísfélagsins vegna aukinna
umsvifa þess honum um megn.
Svo samdist þó um með Árna
og stjórninni, að hann héldi
enn áfram gjaldkerastarfinu
og reikningshaldi, enda hafði
hann frá upphafi unnið félag-
inu af trúmennsku og fórnfús-
um áhuga á gengi þess og
gagni.
Um kvöldið var svo aðal-
fundinum fram haldið. Var þá
ekki minnst á ólögmæti Gísla
J. Johnsens í stjórn félagsins
heldur virðist þar allt hafa fall-
ið í ljúfa löð með því, að
Gunnar Ólafsson var nú kosinn
endurskoðandi félagsreikning-
anna með Páli Bjarnasyni í
stað Bjarna Jónssonar.
1 febrúar 1927 kom í ljós, að
eyðzt höfðu 79 smálestir af
síldarforða Isfélagsins síðan
um áramót. Eftir voru 62 smá-
lestir. Var nú afráðið að
skammta síldina eins og svo
oft áður, og fékk hver bátur
60 kg. í róður. Svo var í lok
þessa mánaðar fest kaup á
síld á Vestfjörðum og í Nor-
egi. Enn var Isfélagið í mikl-
um fjárhagsvandræðum vegna
þess, að útistandandi skuldir
fengust ekki greiddar. Til dæm-
is átti það 68000,00 króna hjá
9 verzlunum og útgerðarfyrir-
tækjum í bænum. Þá skuldaði
félagið kr. 81000,00 aðeins
tveim stærstu lánadrottnunum,
og var nú hótað málsókn, ef
ekki greiddist.
I ágústmánuði 1927 fékk Is-
félagið t.d. síld senda frá Siglu-
firði, og skyldi hún greiðast
við móttöku hér, kr. 17600,00.
Síldin var komin en sjóðurinn
galtómur, svo að greiðslusvik
voru óumflýjanleg nema úr
rættist. Keypti þá bankinn
víxla af Isfélaginu með per-
sónulegri ábyrgð stjórnar-
manna. Þannig var þá staðið
í skilum í það sinn.
Verzlunarrekstur Gísla J.
Johnsen og útvegur hafði færzt
mjög í aukana á þessum síðustu
árum. Það olli því, að hann
varð að vera æ meir út um
hvippinn og hvappinn við ým-
iskonar fyrirgreiðslur varðandi
atvinnurekstur sinn. I fjarveru
hans var Árni Filippusson lengi
vel aðalframámaður í rekstri
félagsins og nú síðustu árin Jón
Hinriksson, kaupfélagsstjóri
við kf. Fram í Eyjum.
Fyrir stjórnarfundi 3. sept.
1927 lá bréf frá Gísla J. John-
sen, þar sem hann segir af sér
formennsku og stjórnarstörf-