Blik - 01.05.1961, Page 101
Skólaferðalagið 1960
Afráðið var, að við skyldum
leggja af stað þriðjudaginn 31.
maí, að loknu landsprófi með
v/s Herjóifi. Öll vorum við
mætt kl. 9 að kvöldi niðri við
skip og var mikill gáski í
mannskapnum og ferðahugur.
Við söfnuðumst saman uppi á
efra þilfari og vörum öll hin
ánægðustu. Hugleiðingar um
sjóveiki og þess kyns komust
ekki að, enda pillutækni nútím-
ans með í förum. —
Hafði nú nokkuð gleymzt?
Öjá, bæði skorti gítar og knött,
því að þarna var á ferðinni
söngelskt fólk og íþróttaáhugi
almennur. En nú var úr vöndu
að ráða, því að komið var að
burtfarartíma skipsins. Tveir
drengjanna þutu upp á bryggju
og báðu tvo liðtæka bifreiðar-
stjóra að aka í skyndingu eftir
þessum mikilvægu hlutum.
Beðið var svo og vonað, að þeir
næðu til skips í tæka tíð.
;,Sleppa,“ heyrðist hrópað
frá stjórnpalli. Síðan tók skipið
að síga frá bryggjunni. Þá kom
bifreiðin með gítarinn á flug-
ferð niður bryggjuna. Skammt
var enn milli skips og bryggju,
og kastaði því bifreiðarstjórinn
gítarnum til okkar yfir hinn
djúpa ,,Atlantsál“ og við grip-
um fimlega. Mjög brátt fjar-
lægðist nú skipið bryggjuna, og
við höfðum gefið upp alla von
um knöttinn. Þá birtist allt í
einu bifreiðin með hann. Á
bryggjubrúninni snaraðist bif-
reiðarstjórinn, sem var gamall
og þjálfaður fótboltamaður, út
úr bifreiðinni og sparkaði knett-
inum af miklu afli í áttina til
okkar. Fyrst héldum við, að
knötturinn mundi fara yfir
skipið, en allt í einu snarbeygði
hann niður á við og lenti heilu
og höldnu í kjöltunni á Ásu S.,
þar sem hún sat á lestarlúg-
unni. Síðan öslaði skipið út
Leiðina milli hafnargarðanna
og sem leið liggur f yrir Klett og
Eiði. Með lotningu sáum við
okkar ástkæra fósturland,
Heimaey, hverfa í þokumistrið,
sem lá yfir.