Blik - 01.05.1961, Page 102
100
B L I K
Hinir eiginlegu fararstjórar
voru kennaramir Páll Stein-
grímsson og Valdimar Þ. Krist-
jánsson, þó að skólastjóri væri
einnig með í förinni til Reykja-
víkur. Kvaðst hann hafa sagt
af sér fararstjórn, þegar hann
hafði gengið úr skugga um, hve
„einlitur og ágætur hópurinn
var,“ svo að hans eigin orð séu
hermd. Okkur nemendunum
var nú ráðlagt að fara undir
þiljur og leggja okkur. Því
hlýddum við undir eins. Þó
röbbuðu sumir saman í borðsal
skipsins enn um stund.
Ferðin suður gekk vel, og í
morgunsárið greindum við
Reykjavík. Á bryggjunni beið
langferðabifreiðin eftir okkur,
og komum við strax föggum
okkar fyrir í henni. Síðan var
ekið að Hressingarskálanum og
drukkið þar morgunkaffi. Af-
ráðið hafði verið að ná til Akur-
eyrar um kvöldið. Hafður var
því hraði á.
Leið okkar lá fyrir botn
Hvalfjarðar og hefur löngum
verið talin leiðinleg. En hún var
það ekki hjá okkur, því að
gáski og gaman var í hávegum
haft og mikið sungið og rabbað.
Við námum staðar við hvalstöð-
ina og horfðum á hvalskurð um
sinn. Við drengimir höfðum
ánægju af, en stúlkunum fannst
lyktin vond, fussuðu og sveiuðu
og kvörtuðu sáran yfir þessari
tör'.
Næst var numið staðar hjá
matsölustað einum eigi langt
frá Hvalfjarðarströndinni.
Kennurunum var þegar boðið
inn til verzlunarstjórans og
boðið þar upp á hangikjöt, rúg-
brauð með íslenzku smjöri og
rúllupylsu og vel heitu te. Við
nemendurnir urðum hinsvegar
að kaupa dým verði hálfhart
hveitibrauð, illa soðnar pylsur
og volgt öl.
Við ókum framhjá Ferstiklu
og Saurbæ og minntumst
sálmaskáldsins fræga. Forni-
hvammur var fyrsti verulegi
áfangastaðurinn, því að þar
vissum við að beið okkar góð
og heit máltíð. Skólastjóri hafði
séð fyrir því. Máltíðin reyndist
ágæt í alla staði. Og ekki spilltu
matarlystinni hinar broshýru
meyjar, sem þarna gengu um
beina. Við drengirnir sendum
þeim aftur okkar blíðustu bros
og reyndum að gera skólasyst-
urnar afbrýðisamar, sem einnig
tókst. Þær pískmðu um það
sín á milli, að við mættum ekki
sjá snoturt kvenfólk! Þá yrðum
við eins og bráðið smjör, sögðu
þær. Ekki vildum við viður-
kenna það, en brostum breitt
yfir afbrýðisemi þeirra.
Áfram var ekið og haldið yfir
Holtavörðuheiði, um Hrúta-
fjörð, yfir Hrútafjarðarháls,
um Víðidal og að Vatnsdal til
Blönduóss. Þar þyrptumst við
öll inn í brauðbúð og keyptum