Blik - 01.05.1961, Side 103
E L I K
101
hina svokölluðu „manndráps-
fæðu“, snúða og vínarbrauð.
Áfram var ekið um Langadal,
yfir Öxnadalsheiði og mn Öxna-
dal, ,,þar sem háir hólar hálfan
dalinn fylla,“ og Jónas Hall-
grímsson er fæddur. Hraun-
drangann sáum við og ímynd-
uðum okkur ástarstjörnuna
hans þar bak við ský, en hitt
vissum við jafnframt, að okk-
ar voru á jörðu niðri, eftir því
sem við drengirnir vissum bezt
sjálfir. Við náðum til Akur-
eyrar um kvöldið og fengum
gistingu í Gagnfræðaskólabygg-
ingunni, sem við áttum vísa,
áður en við fórum að heirnan.
Þegar við höfðum lokið við
að koma okkur fyrir í skóla-
byggingunni, gengum við um
höfuðstað Norðurlands og
skoðuðum það markverðasta,
sem fyrir augu bar.
Þarna hittum við skólafólk
frá öðrum kaupstöðum og
myndaðist fljótt kunnugleiki
meðal margra. Seinna um
kvöldið fórum við í danshús og
vorum þar til klukkan hálf tólf.
Þá öll upp í skóla í háttinn.
Valdimar kennari hafði þurft
að heimsækja forstjóra ölgerð-
arinnar ,,Sana“. Forstjórinn
sendi okkur af mikilli rausn 5
kassa af gosdrykkjum, sem við
þágum með þökkum og hugs-
uðum hlýtt til hans og fyrir-
tækis hans í staðinn. Áður en
við skriðum í svefnpokana,
sagði Páll kennari okkur
draugasögu af mikilli tilfinn-
ingu og sannfæringu, að okkur
virtist. Flestir voru fljótir að
sofna eftir erfiði dagsins. En
þrír okkar sofnuðu ekki strax,
heldur vöktum, þar til allir aðr-
ir í hópnum voru sofnaðir. Við
ætluðum að fremja strákapör.
Tvöföld rennihurð var á milli
stráka- og stúlknaherbergisins.
Hana opnuðum við til hálfs. Þá
drógum við Jóhann Runólfsson,
þar sem hann lá steinsofandi í
pokanum, inn til skólasystranna
og lögðum hann við hliðina á
Röggu. Síðan lokuðum við
vandlega hurðinni. Síðan rann-
sökuðum við, hvort ekki allir
væfu og þá sér í lagi kennar-
arnir. Jú, vissulega virtist svo
vera. Þó þótti okkur grunsam-
legt, að Valdimar hafði ekki
tekið af sér gleraugun. Það
mundi tákna lausan svefn! K1 7
um morguninn vöknuðu nokkrar
af stúlkunum og sáu Jóa liggja
þarna hrjótandi hjá þeim. Þær
höfðust ekkert að heldur biðu
þess að sjá, hvernig honum
yrði við, er hann vaknaði.
Nokkru seinna vaknaði Jói og
reis upp við dogg. Þá sá hann í
bakhlutann á Röggu, sem hann
hélt vera Siffa Elíasson, því að
við hlið ihans hafði hann sofn-
að kvöldið áður. Hann vildi
vekja 'hann og lamdi af al-
efli i hinn óæðri enda, sem við
’honum blasti. Ógurlegt öskur