Blik - 01.05.1961, Page 104
102
B L I K
kvað við. Allir vöknuðu og
héidu þar vera kominn draug-
inn, sem orkað hafði svo mjög
á Pál kennara kvöldið áður. Nú
opnuðust augu Jóa, hins
græskulausa heiðursmanns, fyr-
ir hrekkjum okkar, og kom
hann hoppandi í poka sínum
fram til okkar með hinum
mesta angistarsvip. Að þessu
öllu var mikið hlegið. Kl. 8 um
morguninn fórum við öll í Sund-
laug Akureyrar. Þar var mikið
buslað og synt. Sundgarpar
reyndust býsna margir í hópn-
um okkar.
Eftir sundið skoðuðum við
hinn yndisfagra listigarð Akur-
eyringa og dáðumst mjög að
honum. Eitt óhapp bar við um
þessar mundir: Einn af okkur
drengjunum datt svo hastarlega
á botninn, að rassinn fór úr
buxunum. Stúlkurnar hlógu
mjög að þessu og sögðu, að nú
yrðum við að leita á þeirra náð-
ir til þess að fá botninn bætt-
ann. Ekki vildum við fallast á
það. Við fórum til klæðskera
og keyptum bót á buxurnar.
Síðan keyptum við Fixó-fata-
lím. Síðan var bótin límd á
buxurnar á fagmannlegan hátt,
að okkur fannst. En ýmsir
drógu það samt í efa, þegar í
ljós kom, að bótin sneri öfugt,
ranghverfan út. Við létum slag
standa og 'hugguðum okkur við
það, að rifunni var lokað.
Síðari hluta þessa dags var
haldið austur að Mývatni. Á
leiðinni höfðum við viðdvöl í
Vaglaskógi og kveiktur þar
varðeldur á skáta vísu.
Páll kennari er Ameríkufari
sem kunnugt er. Þar hafði hann
m. a. lært Indíánadans. Nú tók
hann okkur öll í læri. Brátt
dönsuðum við öll Indíánadansa
af list, svo að sumir voru berir
að ofan, er dansinum lauk.
Þarna í skóginum hituðum
við okkur kakó. Var Valdimar
kennari þar einskonar yfir-
kokkur og sýndi frábæra kunn-
áttu í eldamennskunni.
Ekki er ofsögum sagt af feg-
urð Mývatnssveitar. Hún hafði
örvandi áhrif á glaðværð okkar
og söng. Þarna höfðum við
nokkrar víðigreinar með úr
Vaglaskógi. Allt í einu upp-
götvaði Ester, að víðirinn væri
lúsugur. Hún varð gripin skelf-
MYNDIN TIL HÆGRI: |f-
Frá skemmtiferðalagi nemenda 1960.
Niður til vinstri:
1. Kennararnir Valdimar og Páll.
2. Valdimar kennari annast matseld fyrir
ferðahópinn.
1. Við Mývatn.
4. Námsmeyjar i sólbaði eftir sund i
„iðrum jarðar".
Niður til hœgri:
1. Skólasveinar i sólbaði með kennara
eftir að hafa ,siglt“ í iðrum jarðar.
2. Tvœr námsmeyjar tjá ferðasteluna með
látbrögðum.
3. Höfundur ferðasögunnar.
4. Höfundur ferðasögunnar tekur sér
„likamlegt og andlegt bað“ ofan i jörð-
inni.