Blik - 01.05.1961, Síða 106
104
B L I K
ingu og svo þær allar, svo að
allt ætlaði um koll að keyra.
Kom sér þá vel háttsemi og
rólyndi hins „sterka kyns.“
Stanzað var við Goðafoss og
hann skoðaður vendilega. Þar
fundu náttúrufræðingar ferða-
lagsins hrafnshreiður með
þrem ungum í. Þá tjáði Siffi E.
okkur, að latneska tegundar-
nafnið á hrafni væri Curvus.
Alltaf er það munur að vera af
lærða kyninu, hugsuðum við, en
sögðum það auðvitað ekki, 'held-
ur dáðum drenginn fyrir minni
og mennt.
Til Reykjahlíðar við Mývatn
komum við um kvöldið og feng-
um þar gistingu. Þarna snædd-
um við lostætan Mývatnssilung.
Síðar um kvöldið komu þang-
að Laugvetningar á skólaferða-
lagi. Kynni tókust fljótt og
var efnt til knattspyrnukeppni
um kvöldið milli skólaliðanna.
Með Laugvetningum kepptu
tveir fullorðnir menn, kennar-
inn þeirra Þórður landsliðsmað-
ur og knattspyrnukappi Þórð-
arson af Akranesi. I okkar liði
voru einnig Páll og Valdimar
kennarar og fararstjórar. Okk-
ur fannst heiður skólans okk-
ar og Eyjanna væri í veði, svo
að nú var annað tveggja fyrir
okkur: að duga eða drepast.
Eftir harðan leik og spennandi
urðu úrslitin þau, að við bárum
sigur úr býtum með fjórum
mörkum gegn tveim. Enda
hafði verið barizt af eldmóði.
Kvennadeildir beggja skólanna
voru á okkar bandi. Það fund-
um við glögglega. Enda er það
vitað, að hún fylgir alltaf hin-
um sterkari, þeim sem sigrar.
Eftir kappleikinn var silung-
urinn etinn með góðri lyst, og
höfðu stúlkumar ekki síður
lyst á honum en við drengirn-
ir. Ég reyndi að koma tölu á
silungana, sem þær hesthúsuðu
Ása, Gréta, Ellý, Ragga og
Ester, en fipaðist í talning-
unni áður en lauk.
Um kvöldið var svo kvöld-
vaka. Þá sungum við þjóðlög
og Eyjalög og sögðum brand-
ara. Að vanda var gengið
snemma til náða og sofnað
vært, eftir að hafa hlustað á
hugnæmar og skemmtilegar
ástar- og draugasögur Páls
kennara.
Morguninn eftir var risið
snemma úr rekkju (svefnpok-
um). Þá vísaði okkur leið að
'helztu sögu- og merkisstöðum
héraðsins Snæbjörn Pétursson,
bóndi og kennari í Reynihlíð.
Fyrst var ekið til Námaskarðs
og þar skoðaðir brennisteins-
hverir. Þá söfnuðum við ýmis-
konar litsteinum og glitstein-
um fyrir Pál kennara og lista-
menn, og er grjót það nú orð-
ið landfrægt. Því næst var ek-
ið að Grjótagjá, en í henni er
einhver merkilegasta sundlaug,
sem um getur á norðurhveli