Blik - 01.05.1961, Side 107
E L I K
105
jarðar, Sú laug er að öllu leyti
náttúrusmíð. Hún er „ofan í
jörðinni" og í henni 40 stiga
heitt hveravatn. Þarna fórum
við bæði í líkamlegt og andlegt
bað. Stúlkurnar gerðu bifreið-
ina að baðklefa sínum, en
„sterka kynið“ notaðist við
hraungjótu þarna í námunda.
í ljós kom, að stúlkurnar flutu
í þessari laug eins og korktapp-
ar á vatni. Við ,,sigldum“ þeim
því á milli okkar eins og skút-
unum okkar á Vilpu á bernsku-
árumun.
Eftir þessar ógleymanlegu
sundiðkanir í iðrum jarðar var
ekið til Dimmuborga. Öll urðum
við stórhrifin af hinu tignar-
lega og stórbrotna landslagi
þar. Sama hrifningin greip
okkur, er við nokkru síðar stóð-
um á Höfða við Mývatn. Þar
blasti við okkur hálendi, lág-
lendi, skógur — og svo vatnið,
spegilslétt og töfrandi. Endur
kúrðu á hreiðrum, silungur
vakti í vatninu, býflugur suð-
uðu við blóm og eyra. Yfir öllu
bjó 'hin friðsæla og yndislega
ró íslenzkrar náttúru.
Næsti áfangi var Laugaskóli
í Reykjadal. Þar mötuðumst
við. Þar hittum við Björk Pét-
ursdóttur lögregluþjóns Stef-
ánssonar. Ég held næstum, að
þessi kvenskörungur hafi vikn-
að, er við kvöddum hana með
Eyjalögum og ljóðum.
Við ókum til Akureyrar síð-
ar um daginn og kepptum þar
í körfuknattleik við Akureyr-
inga. Þarna hugðumst við
keppa við jafnaldra okkar. En
reyndin varð önnur. Mótherj-
arnir voru menn um tvítugt,
þaulreyndir og vel þjálfaðir.
Ekki vildum við gefast upp og
reyndum þrekið og þróttinn til
hins ýtrasta. Ég fullyrði, að
þetta er sá mesti hörkuleikur,
sem ég hef tekið þátt í. Okkur
fannst sem áður, að sómi skóla
og Eyja væri háður úrslitun-
um. Þau urðu, að Akureyring-
ar sigruðu okkur með því að
hafa 2 stig yfir að leikslokum
eða eina körfu. Eins og allt
var í pottinn búið vorum við
harðánægðir með þau úrslit.
Að leik loknum var ekið af stað
til Blönduóss um kvöldið. Þar
mættum við Selfyssingum á
skólaferðalagi. Þá efndum við
til dansskemmtunar á Ósnum,
og var þar dansað fram yfir
lágnætti við gítarundirleik, org-
elspil og söngva. Klukkan
hálf eitt var skriðið í pokana.
Morguninn eftir var flogið úr
hreiðrinu, áður en nokkur Sel-
fyssingur vaknaði.
Á Blönduósi yfirgáfu þær
okkur Ása og Dóra, og kvödd-
um við þær með virktum og
hlýjum árnaðaróskum. Við ók-
um því næst suður í Borgarnes
og skoðuðum þar haug Skalla-
gríms Þaðan var svo ekið fyr-
ir Hvalfjörð til Reykjavíkur.