Blik - 01.05.1961, Page 108
r
106
Öll skildum við glöð og
ánægð og þakklát fyrir þetta
yndislega ferðalag. Svo sam-
rýmdur var hópurinn, að til
sárinda fannst að skilja eftir
þessar dásamlegu samveru-
stundir í skólaferðalaginu. Hin
góðu minni um ferðalag þetta
munu verða meira en stundar-
fyrirbrigði í 'hugskoti okkar.
Þau munu skipa bekk með ó-
gleymanlegustu endurminning-
um æskuáranna og ylja huga
okkar síðar á lífsleiðinni.
Við þökkum skólastjóra okk-
ar og kennurum fyrir undirbún-
ing ferðalagsins. Þá þökkum
við kærlega kennurum okkar,
þeim Páli Steingrímssyni og
Valdimar Þ. Kristjánssyni fyr-
ir góða og örugga fararstjórn.
Árni B. Johnsen.
Glappaskotin koma manni
í koll
Ég var í sveit í Austur-Land-
eyjum sumarið 1958. Bærinn,
sem ég dvaldist á, heitir Odda-
kot. Hann stendur skammt frá
Ljótarstaðavatni.
Frændi minn á líku reki og
ég hafði smíðað fleka veturinn
áður. Nú langaði hann til að
reyna hann á vatninu. Sunnu-
dag í blíðskaparveðri afréðum
við að reyna flekann. Við feng-
um lánaða dráttarvélina á bæn-
B L I K
um til þess að létta flutninginn
á flekanum að vatninu. Þegar
á vatnsbakkann kom, settum
við flekann á vatnið og tókum
til við að róa fram með vatns-
bakkanum. Allt í einu datt mér
nokkuð í hug: „Eigum við að
róa út í hólmann og skoða
álftarhreiðrið, sem er þar?“
Frændi minn samþykkti það
undir eins.
Ferðin út í hólmann gekk
heldur seint, því að við þurft-
um að róa gegn strekkings-
vindi. Þegar þangað kom,
stukkum við í land eftirvænt-
ingarfullir og hugbráðir og lét-
um flekann eiga sig. Brýndum
honum aðeins.
Þegar við höfðum lokið við
að skoða álftarhreiðrið og
hólmann, þar sem voru mörg
‘hreiður smærri fugla, vildum
við aftur til lands. En þegar
til flekans skyldi gripið, sáum
við okkur til skelfingar, að
hann var á reki úti á miðju
vatni. Við urðum felmtri slegn-
ir og vissum ekki okkar rjúk-
andi ráð. Fangar á „Djöfla-
eyju“, svo hræddir, að við vor-
um við það að pissa í buxurn-
ar.
Þarna í hólmanum urðum við
að hýrast til kvölds. Þá sáum
við, hvar maður nokkur fór ríð-
andi meðfram vatninu. Við
þekktum hestinn og hrópuðum
allt hvað af tók. Bóndi áttaði
sig fljótlega, kom brátt auga