Blik - 01.05.1961, Page 109
B L I K
107
á flekann, sem var við það að
reka að strönd „meginlands-
ins“. Hann reyndi nú að róa
flekanum út í hólmann til okk-
ar, en ferðin gekk seint sök-
um mótvindsins. Loks „var þó
landi náð“. Hann spurði okkur,
hvers vegna við hefðum ekki
bundið flekann? Okkur vafð-
ist tunga um tönn. Áttum við
að viðurkenna þá fíflsku okk-
ar, að hafa ekki haft vit
á að hafa með okkur band?
Við þögðum, en bóndinn sá
víst, hvað okkur leið og ihver
raunin var.
Þegar við loks komum heim,
var skömmunum dembt yfir
okkur fyrir það að vera svona
lengi að heiman. Til þess að
fullvissa sig um það, að við
notuðum aldrei aftur flekann,
var hann brotinn í eldinn. Eft-
ir honum sáum við mikið.
Smári Þorsteinsson, 2. B.
Dularöíl eða hvað?
Það bar við veturinn 1959.
Ég og vinkona mín vorum
beðnar að sitja hjá börnum,
því að foreldramir fóru út
þetta kvöld, sem verður mér
ávallt minnistætt. — Hjónin
fóm út frá okkur kl. tæplega
hálf tíu. Börnin þrjú voru sofn-
um. Klukkan var orðin tæplega
1 um nóttina. Þá fórum við
fram í eldhús til þess að fá
okkur eitt'hvað í gogginn. Við
vomm báðar orðnar dauðsyfj-
aðar og áttum von á hjónunum
heim á hverri stundu. Eldhús-
borðið stóð upp við vegg. Stór
og langur gangur er hins veg-
ar við vegginn. Hann er inn af
útidyrunum. Fatahengi var á
veggnum í ganginum. Við sát-
um við eldhúsborðið og rædd-
um saman. Allt í einu heyrum
við opnaðar útidyr hússins og
gengið inn ganginn. Vinkona
mín segir við mig: „Loksins
em þau komin. Mikið er ég
fegin“. Við heyrðum þrjár
raddir, tvær kvenmannsraddir
og eina karlmannsrödd. Ég
hafði orð á því við vinkonu
mína, að einhver sé með hjón-
unum. Við heyrðum, að farið
var úr kápum og herðatré voru
tekin niður af henginu. Síðan
heyrðum við þau 'hengd upp
aftur. Við gátum ekki greint
orðaskil gegnum vegginn, enda
þótt við heyrðum greinilega, að
fólkið talaði saman. Svo fjar-
lægjast raddirnar og loks deyja
þær út eins og í fjarska. Við
biðum stundarkorn og hugðum
fólkið koma inn á hverri
stundu. Allt var hljótt, og eng-
inn kom. Þá tók okkur að leið-
ast biðin og afréðum að ganga
fram í ganginn. Við opnuðum
eldhúshurðina hægt og rólega
og bjuggiunst við að sjá fólkið
fyrir framan dyrnar. En viti