Blik - 01.05.1961, Side 111
B L I K
109
inni Drífandi. Allt í einu breyt-
ist allt svið þarna inni. Ég sá
inn í gamaldags en hreinlega
vistarveru, sem mér fannst vera
líkust baðstofu. Hún var löng
og mjó og þrjú trérúm undir
hvorri súð. Ég sá tvo menn
sitja á sitt. hvoru rúmi gegnt
mér. Annar dró að sér athygli
mína meir en hinn. Sá var með
mikið svart hár, sem nam við
öxl. Hann 'hafði einnig mikið og
þykkt yfirvararskegg, sem mér
þótti hylja töluverðan hluta
niðurandlitsins. Ég sá, að hann
var skarpeygður og brúnaþung-
ur. Ég sá þó í augu hans. Bún-
ingur hans fannst mér eitthvað
undarlegur, þó að hann sé mér
óljós. Þó man ég, að hann vakti
athygli mína, því að hann var
mjög frábrugðinn nútímaklæðn-
aði. Mennirnir sátu við drykkju.
Drykkjarílátin drógu einnig að
sér athygli mína. Ekki gat ég
betur séð, en að þau væru
nautshorn. Sá með svarta hárið
og mikla skeggið svalg stórum
og drakk af áfergju.
Enga glugga sá ég á vistar-
verunni, og þótti mér ekkert
við það að athuga. Gólfið var
mjög dökkt, og hélt ég helzt,
að skugga bæri svona á. Mér
kemur í hug, að það 'hafi verið
moldargólf. Fyrir ofan hverja
rekkju var hilla. Á hverri þeirra
var einhver krús, sem ég held
að hafi verið matarílát, en ekki
þó askur.
Hinn svarthærði og brúna-
þungi tók nú krúsina niður af
sinni hillu og leit í hana. Þá
brá fyrir svip vonbrigða í and-
liti hans. Allt í einu var sem
hann tæki eftir mér. Hann leit
þá beint í augu mér. Við það
varð ég svo hrædd, að ég
hrökklaðist frá og vaknaði.
Mér finnst eins og ég hafi get-
að lesið út úr svipnum: Hvaða
leyfi hefur þú til þess að
skyggnast inn í líf mitt?
Þessi draumur er mér því
meiri ráðgáta, þegar ég hug-
leiði, að ég 'hafði ekki minnstu
hugmynd um sökum bersku, að
slík húsakynni 'hefðu nokkru
sinni verið til á landi voru.
Sigriður Sigurjónsdóttir, 4. bekk.
Mlér ráðgáta
Einu sinni sem oftar var ég
í sveit að sumrinu. Þá gerð-
ist atburður sá, er mig langar
að greina hér frá. Þetta sum-
ar hafði ég verið ráðinn snún-
ingastelpa austur í Mýrdal.
Sumri tók að halla og það var
komin sláturtíð.
Kvöld eitt í öndverðum sept-
ember var ég ásamt húsmóð-
ur minni og dóttur hennar að
koma heim frá Vík í Mýrdal.
Við höfðum sláturafurðir með-
ferðis. Þegar við höfðum geng-
ið frá þeim, hurfum við til bað-