Blik - 01.05.1961, Side 112
r
nö
stofu, en þetta var gamall bær
með járnklæddum húsgöflum,
sem sneru fram að hlaðinu.
Húsfreyja tilreiddi kvöldverð.
Þegar við vorum öll setzt til
borðs, voru barin þrjú þung
högg á járnklædda húsgaflinn,
þar sem við sátum. Mér var
sagt að ganga til dyra og ljúka
upp fyrir komumanni. Þar sem
þetta var í sláturtíðinni, hélt
heimilisfólkið, að þetta væri
gestur að biðjast gistingar, því
að þá var venju fremur gest-
kvæmt á þessum bæ.
Ég fór til dyra og leit út,
en sá engan. Gekk ég þá út á
dyrapallinn og leit fram með
húshliðinni. Þar var heldur
engan að sjá. Ég tjáði þá heim-
ilisfólki, að enginn væri úti. Fólk-
ið undraðist og ræddi um það
síri á milli, hvaða högg þetta
hefðu getað verið. Þar sem ekki
var nú barið að dyrum aftur
að sinni, héldum við flest, að
þetta ’hefði hlotið að vera hug-
arburður.
Svo gengum við öll til hvílu,
enda þreytt eftir erfiði dags-
ins. Og líður nú fram yfir mið-
nætti. Þá vakna allir af vær-
um svefni við það, að barin eru
þrjú þung högg á útidyr og
þau mun þyngri en í fyrra sinn-
ið. Snarast bóndi þá fram úr
rekkju sinni, klæðist brókum
og yfirhöfn og fer með gusti
.miklum til dyra. Honum dvelst
imokkra stund úti. Þegar hann
B L I K
kemur aftur inn, segist hann
hafa gengið allt í kringum bæ-
inn og engan séð. Ekki hafði
hann fyrr lagzt út af aftur, en
höggin dundu enn á ný á úti-
dyr og nú þyngri en nokkru
sinni fyrr. En nú bærði enginn
á sér í baðstofunni til að opna.
Svo leið þá þessi eftirminnilega
nótt.
Um morguninn kom maður
af næsta bæ og sagði okkur
þau tíðindi, að húsbóndi sinn
hefði orðið bráðkvaddur um
nóttina. Allt fólkið þóttist nú
vita, hvernig á höggunum stóð,
því að þeir höfðu verið hinir
beztu vinir, húsbóndi minn og
bráðkvaddi bóndinn.
Oddný Ögmundsdöttir, 4. bekk.
Já, hrútur, já hrútur,
hefði ég vitað það . . .
Þegar ég var sendur í sveit
í fyrsta sinni, þá flaug ég upp
að Hellu á Rangárvöllum. Það-
an fór ég svo með áætlunar-
bifreið að Torfastöðum í Fljóts-
hlíð.
Þer.nan dag var indælt veð-
ur, og voru margir bændur í
Hlíðinni að smala til rúnings.
Þegar ég hafði heilsað fólkinu,
sem heima var á Torfastöðum,
og nært mig dálítið, skipti ég
um föt og arkaði síðan bíspert-
ur í réttirnar. Þegar ég kom