Blik - 01.05.1961, Blaðsíða 115
B L I K
113
sönnun þess, er hann lék hlut-
verk söngvarans í leikþættin-
um Romeo og Júlía á árs-
hátíð Gagnfræðaskólans s.l. 1.
des. Það hlutverk lék hann af
mikilli tilfinningasemi og nær-
færni, enda hneigður til list-
ar og lofnar. En spyrji maður
hann um Amor, verður hann að
stóru spurningarmerki, og þá
þykist hann ekkert skilja. Þetta
er fyrsti veturinn, sem ég sit
hjá Sigurði og okkur hefur
komið vel saman. Hann er að
mínum dómi fyrirmyndarpiltur,
sem hefur góð áhrif á alla,
(enda ber ég þess bezt vitni).
Arnar Einarsson, Helgafellsbraut.
Sessunautur minn hér í 3.
bekk bóknáms er Kristín Bergs-
dóttir, sem borin er í þennan
heim hér í Eyjum. Ættuð er
hún undan Eyjafjöllum eins og
margt annað efnisfólk hér í
Eyjum og þess vegna ekki
undan sínum eins og ég og
ýmsir aðrir hér um slóðir.
Kristín er stór og fönguleg
og öll hin hressilegasta í við-
móti. Til marks um manndóm
hennar og myndugleik, þegar
hún fæddist, má geta þess, að
allir gormar í mælitækjum ljós-
móðurinnar brustu, þá er mæla
skyldi þunga hennar, enda
undan fjöllum, eins og þar
stendur. Kristín hefur síðan
haldið áfram að stækka bæði
andlega og likamlega. Nú er
svo komið, að búast má við,
að fara kunni svo með eink-
unnarstigann okkar, að hann
bresti sem gormarnir í ljósmóð-
urvoginni forðum, þegar meta
skal úrlausnir Kristínar Bergs-
dóttur.
Einhvern grun hef ég um,
að Kristín lesi töluvert um
austurlenzk trúarbrögð svona
í tómstundum sínum frá lestri
skólabókanna, en dult fer hún
með þá iðju sína.
Kristín tekur dag hvern þátt
í morgunleikfimi útvarpsins og
iðkar jókaæfingar í laumi,
drekkur lýsi og etur hákarl, er
kólna tekur. Þannig er hún
þegar farin að búa sig undir
hjónabandið. Á sumrum tekur
hún virkan þátt í íþróttalífinu
í bænum. Handknattleikur er
yndisíþrótt hennar. Þar er hún
miðframvörður, skothörð og
markviss. Heyrzt hefur, að hún
hafi borið það við lítilsháttar
að æfa sleggjukast og kúluvarp
með mjög góðum árangri.
Munu þær iðkanir vera einn lið-
urinn í undirbúningi 'hjóna-
bandsins. Hinn væntanlegi ekta-
maki mun öðlast traust athvarf
og hlýlegt skjól hjá Kristínu
sinni, hvort sem það verður
Dalli í dáinu, Siggi síglaði eða
Kristmann.
Sigríður Jakobsdóttir, 3. b. bókn.