Blik - 01.05.1961, Side 116
114
B L I K
Signý frá Solveigar-
stöðum
Hún átti heima á Solveigar-
stöðum og hét Signý. Hún var
aðeins 13 ára gömul og hafði
fermzt þá um vorið.
Signý var stúlka björt yfir-
litum með langar gullnar hár-
fléttur, sem náðu niður undir
mitti. Hún var ákaflega draum-
lynd stúlka, sem sat tímunum
saman uppi í móa og naut þar
sólarinnar og fuglasöngsins í
ríkum mæli. Hann hljómaði
sem tónar úr hörpu Davíðs
forðum.
Allir bændur í Hámundarfirði
höfðu farið á f jall þá um morg-
uninn, því að nú var orðið álið-
ið sumars og slátrun senn að
hefjast. Og nú sat Signý litla
og beið, því að hún átti að gæta
þess, að féð rynni ekki austur
með Kömbunum, eins og það
gerði jafnan, og því var títt.
Skyndjlega hrökk hún við og
áttaði sig von bráðar. Uppi í
'hlíðinni var féð á hraðri ferð
niður brekkuna. Þegar svo
jarmið í kindunum, geltið í
hundunum og hóið í bændunum
og búaliðunum myndaði sam-
klið, varð úr því mikill hávaði.
Um kvöldið, þegar Signý
gekk heim á leið, var hún bæði
syfjuð og þreytt.
Morguninn eftir var hún
snemma á fótum, því að hún
ætlaði að fara upp í réttir, þar
sem flestir bændur og búaliðar
sveitarinnar voru saman komn-
ir og í óða önn að draga í dilka.
Mamma Signýjar hafði tekið
það loforð af henni að hún færi
með Jóríði gömlu til að færa
heimamönnunum kaffið ....
„Því í ósköpunum gátu þær
ekki flýtt sér heldur meir?“
Hún var svo áköf og óróleg . ..
Hún var í þann veginn að
leggja af stað einsömul, þegar
mamma hennar kom fram í
bæjardymar til að tjá henni,
að nú ætti hún að bera kaffið
með Jóríði gömlu, vera henni
hjálpleg og gæta þess að fara
ekki á undan gömlu konunni.
Þegar þær komu upp í rétt-
i'rnar, var þar margt manna,
og urðu þeir Solveigarstaða-
menn fegnir að fá kaffisopann.
„Hvað heitirðu?", var sagt
fyrir aftan Signýju. Hún sneri
sér við og sá þá, að á móti
henni stóð piltur á líku reki og
hún. „Ha — ég? — Signý.“ —
„Signý, það þykír mér fallegt
nafn.“ „Hvað heitir þú?“
„Gunnlaugur.“ — „Já, ekki er
það nafn síður fallegt," segir
hún. — „Hvar áttu heima?“
spyr hann. — „Á Solveigarstöð-
um.“ — „En Þú?“ — „Ég á
heima á Grímslæk. — Eigum
við að koma og vita, hvort við
finnum lontur í læknum?“ —
Já, Signý var til í það. Þegar
þau höfðu unað við að gægjast
eft.i'r lontum góða stund, sett-