Blik - 01.05.1961, Page 118
116
B L I K
skorið í tré. I það var grafið:
,»Til Signýjar“.
Haustið eftir fluttist Gunn-
laugur vestur um haf með fjöl-
skyldu sinni.
Fimmtíu árum seinna sat
gömul kona í baðstofunni á
Hóli. Hún sat á rúmstokknum
sínum og var að prjóna sokka.
En hugurinn var ekki hjá
prjónunum, heldur 'hvarflaði
hann 50 ár aftur í tímann, að
litlum læk, þar sem lontur
löptu straum undir bakkanum.
Síðan hvarflaði hann að litlu,
fagurlega skornu hjarta í tré,
sem piltur hafði einu sinni gef-
ið henni og varð henni því kær-
ara, sem æviárín urðu fleiri.
Sonja J. Hansen, 4. bekk.
Kveljandi samvizkubit
Það var heitt í veðri þennan
dag fyrir 6 árum, reglulega
mollulegt veður. Ég var á leið
inn á Eiði og gekk fjöruna
norður af Friðarhafnarbryggju.
Fjöruangan eða þaralykt lagði
að vitum mínum, en ég fann
það varla. Það var svo algengt.
— Fuglarnir flugu yfir spegil-
sléttum sjávarfletinum í leit að
æti. Vélbátur kom öslandi inn
höfnina.
Sú öld var þá ríkjandi, að
næstum hver strákur hafði með
sér teygjubyssu (baunabyssu),
hvert sem hann fór. Einnig ég
hafði á mér slíkt vopn.
Ég tók nú upp byssuna og
tók að skjóta á netakúlur og
flöskur, sem í fjörunni voru.
Allt í einu tók ég eftir grá-
máf, er synti makindalega á
sjónum skammt frá mér. Vildi
ég nú reyna skothæfni mína.
Setti því hnöttótta blágrýtis-
völu í leðrir og miðaði. Steinn-
inn hafnaði í haus málfsins.
Fyrst tók 'hann nokkra kippi
en flaut síðan hreyfingarlaus á
sjónum. Ég varð all glaður við
og hrósaði byssunni óspart,
horfði á máfsa um hríð, en
hugði síðan til brottferðar. Þá
sá ég allt í einu, að fætur hans
hreyfðust. Mér varð illt við. Nú
vaknaði sektartilfinningin í
huga mínum. Eg iðraðist þess
sáran, sem ég hafði gert. Ekki
gat ég staðið þarna og horft á
ásjálfbjarga dýrið kveljast.
Eitthvað varð ég að gera. Svo
hrærður var ég, að ég vildi gera
allt, sem tök var á, til þess að
ná fuglinum og losa hann við
þjáningarnar, sem hann nú
þurfti að þola mín vegna. Mér
kom margt í hug. T. d. að ná
í árabát suður í Slipp. Þá sá ég
fram á, að það yrði tímafrekt.
Lokst datt mér gott ráð í hug.
Ég klæddi mig úr skónum og
sokkunum, bretti upp buxurn-
ar og óð í áttina að máfinum.
Þegar ég hafði vaðið svo að
sjórinn náði upp á mið læri, var