Blik - 01.05.1961, Side 119
B L I K
117
enn langt til máfsins. Þá dýpk-
aði ört, og átti ég þann kost
vænstan að leggja til sunds. Að
vísu var ég illa syndur, en það
hugsaði ég ekki út í. Svamlaði
ég nú að máfnum, greip utan
um hann og buslaði síðan með
hann að landi. Þegar ég hafði
fótað mig, varð það mitt fyrsta
verk að deyða máfinn. Það
gerði ég svo samvizkusamlega,
að ekki loddi höfuðið við háls-
inn á eftir.
Ég tók byssuna úr vasa mín-
um. Nú hrósaði ég henni ekki
lengur. Ég henti henni eins
langt út á höfn og ég orkaði.
Þá hét ég því með sjálfum mér
að snerta aldrei teygjubyssu
framar. Nú fór ég að finna til
kulda, holdvotur upp fyrir höf-
uð. Ég hraðaði mér heim til að
skipta um föt og hlýja mér.
Jóhann Runólfsson, 4. bekk.
Skólinn og ég
Skólaárin álít ég vera ein-
hver allra skemmtilegustu ár
bernskunnar og æskunnar. Svo
mun það yfirleitt vera með
þeim unglingum, sem hafa heil-
brigða hugsun.
Gaman hefi ég að hugleiða,
þegar ég nú er komin í 3. bekk
Gagnfræðaskólans, hve mikið
ég hefi breytzt þessi ár. Tökum
tSl dæmis hegðun mína. Ég hefi
jafnan átt erfitt með að stjórna
mér og haga mér vel í þeim efn-
um. Þegar ég hóf nám í 1. bekk
Gagnfræðaskólans, fannst mér
mikið til um sjálfa mig, og að
ég væri orðin fullorðin stúlka,
þó að ég væri aðeins 13 ára.
Mér fannst m. a., að ég hefði
fullan rétt til að brúka munn
við kennarana og láta eins og
mér sýndist bezt sjálfri. Ekki
vantaði mikilmennskuna ! —
Mér fór að skiljast annað, þeg-
ar reyndin kom til skjalanna.
Það mun fleirum en mér lærast
í Gagnfræðaskólanum.
Núna, þegar ég verð fyrir
því, að fundið er að við mig,
sem mjög sjaldan á sér stað,
sem betur fer, þá iðrast ég
alltaf. Þetta sannar mér sjálfri,
hve mikið ég hefi þroskazt and-
lega. Ég hefi lært að skilja
sjálfa mik og aðra þessi rúm
tvö ár, sem ég hefi dvalizt í
skólanum.
Ég álít, að unglingar, sem
ganga í skóla, þroskist mikið
fyrr að hugsun og skilningi en
þeir, sem ekki ljúka nema
barnaprófl. Maður þarf ekki
annað en að tala við þá til þess
að finna, hve munurinn er mik-
ill. Þess vegna finnst mér mjög
sorglegt, þegar vel gefnir ung-
lingar sækja ekki skóla, fyrst
og fremst sökum leti.
Ein i 3. bekk bóknáms.