Blik - 01.05.1961, Síða 121
B L I K
119
greinir frá. Afi minn átti kálf,
sem var mesti gallagripur.
Hann var mjög illa þokkaður,
því að hann át þvottinn á snúr-
unum, þegar hann kom því við.
Svo var það sumar eitt, að ung
stúlka dvaldist hjá langafa
mínum, og þekkti ekki fyrst í
stað þennan slæma galla kálfs-
ins.
Eitt sinn sem oftar var hald-
inn dansleikur í Samkomuhús-
inu, og þangað ætlaði stúlkan
sér þetta kvöld. Hún þvoði
þvott sinn til undirbúnings
dansleiknum og hengdi hann út
á snúru alveg grandalaus. Svo
tók hún til að 'hreinsa skóna
sína, sem voru rúskinnsskór
eftir nýjustu tízku. Þeir skyldu
burstast jrfir gufu. Hún lagði
annan skóinn yfir loklausan
ketilinn á vélinni, þar sem eldur
skíðlogaði: Síðan skundaði hún
út til að gæta að þvottinum
sínum. — Skelfingu lostin
horfði hún á rytjurnar af því,
sem einu sinni hafði verið und-
ir-sparikjóllinn hennar, ljós-
grænn og verulega fallegur. Nú
hékk hann hálfur á snúrunni.
Þarna hjá stóð kálfurinn á-
nægjulegur á svip og reyndi að
gera sér mat úr hinum helm-
ingnum af kjólnum. IJt úr öðru
munnvlkinu lafði drusla af hon-
um. Vissi veslings stúlkan þá,
hvað gerzt hafði. Hljóp hún nú
inn til þess að segja tíðindin.
Þá tók ekki betra við. Fallegi
skórinn hennar hafði fallið of-
an í sjóðandi vatnið í katlinum.
Ónýtur var hann með öllu, þeg-
ar upp var dreginn. Ekki var
þarna ein báran stök.
Ágústa Högnadóttir, Vatnsdal, 4. b.
=sæ^=
Það var þá hann pabbi
eftir allt saman!
Þegar ég var yngri, fór pabbi
oft í siglingar. Hann sigldi á
v/s Helga Helgasyni. Skipið
var oft lengi í 'hverri ferð.
Einu sinni sem oftar fór
pabbi til Englands. Þá hef ég
verið 5 eða 6 ára. Mér fannst
það mjög ánægjulegt, að pabbi
skyldi sigla til annarra landa,
því að við systurnar áttum það
alltaf víst, að pabbi kæmi aftur
með eitthvað skemmtilegt
handa okkur eða mömmu. Tím-
inn var ósköp lengi að líða,
eftir að pabbi fór. Ég spurði
mömmu mjög oft, hvenær pabbi
kæmi aftur. Allaf fékk ég sama
svarið: „Bráðum".
Jæja, tíminn leið og leið. Svo
sagði mamma einn daginn við
okkur systurnar, að pabbi
kæmi heim þann dag og við
r.kyldum fara niður á bryggju,
en hún ætlaði að vera heima.
Við flýttum okkur niður eft-
ir, og þá var skipið að leggja
að bryggjunni. Undir eins, þeg-