Blik - 01.05.1961, Síða 122
120
B L I K
ar tök voru á, fórum við niður
í bátinn og fórum að leita að
pabba. En hann var hvergi sjá-
anlegur. Við fórum niður í vél-
arsalinn, því að pabbi var véla-
maður. Þar stóð maður heldur
hár og grannur eins og pabbi,
en þessi var alskeggjaður. Við
spurðum hann, hvort hann vissi,
hvar pabbi væri, en hann brosti
aðeins. Við litum hvor á aðra
og okkur þótti þetta allt dá-
lítið kynlegt. Ekki var laust
við, að einhver uggur gripi
okkur. Þegar maðurinn gætti
betur að okkur, skellihló hann.
Þetta var þá sem sé pabbi
sjálfur eftir allt saman!
Sigriður Magnúsdóttir, 3. bekk.
=ss?=
Gamlárskvöld
Á gamlárskvöld var Kimi
gamli Jóakimsson á leiðinni
heim til sín. Hann var dálítið
reikull í spori og tautaði ým-
islegt fyrir munni sér. Upp
Skólaveginn hóf hann upp raust
sína og söng hástöfum Eld-
gamla Isafold og ísland ögrum
skorið. I kvöld sagðist hann
elska landið sitt meira en „kerl-
inguna“.
Á Breka-stígnum mætti hann
vini sínum Láka í Lukku, og
hann slóst í för með hönum
niður í bæ. Báðir voru á svip-
uðu stigi og elskuðu umhverf-
ið meira en allt annað. Á Báru-
götunni hittu þeir vildarvin
sinn Sigga síglaða. Hann lúrði
á nógu bruggi, „lútsterkum
fjanda“, sagði hann. Þegar þeir
höfðu slokað í sig slurk af því,
var Kimi kominn á það stig,
að hann fór að gráta „yfir
óréttlæti heimsins", eins og
hann orðaði það. Þá tók Láki
MYNDIN TIL HÆGRI: gge-
Niður frd vinstri: Á drsfagnaði skólans
1. des. s.l. létu ekki minna en 4 hljóm-
sveitir til sin heyra og léku fyrir nem-
endur. Fyrst skal nefna hljómsveit skólans
undir stjórn Oddgeirs Kristjánssonar,
söngkennara og stjórnanda I-úðrasveitar
Vestmannaeyja..
1. Myndin efst til vinstri er að hljómsveit
Sigurðar Óskarssonar, Hvassafelli. Frd
vinstri: Srevar Tryggvason, Sigurður
Óskarsson, Þorgeir Guðmundsson, Frið-
rik Óskarsson, (snýr vanga að) og Þrá-
inn Alfreðsson við slaghörpuna og
Ragnar Baldvinsson.
2. Myndin er af hljómsveit nemenda i 1.
bekk. Það er hljómsveit Örtygs Har-
aldssonar. Frá vinstri: Leifur Gunn-
arsson, Magnús Sigurðsson og Örlygur
Haraldsson.
3. Úr leikritinu „Keppni". Sveinar og
meyjar keppa i pvi að hafa fataskipti,
fara hvort i annars föt.
4. Söngflokkur stulkna syngur létt lög.
Stefanía Þorsteinsdóttir, formaður Mál-
fundafélags skólans, leikur undir.
Niður til hcegri:
1. „Bakkabrœður Eyjanna" syngja og
leika listir sinar.
2. Annar sölustjóri skólans, Þórarinn Sig-
urðsson, prangar við „pylsumálardð-
herrana".
3. „Pylsumálaráðherrarnir" f.v. Jón Ög-
mundsson og Ólafur R. Eggertsson.
4. Sigurður Jónsson leikur „hinn ást-
fangna“ í söngleiknum Romeo og Júlía.