Blik - 01.05.1961, Side 126
124
B L I K
ungur í framkomu, djörf og
siðprúð og hreinskilin, — og
'hafði gaman af að taka á móti
gestum, gera þeim gott og
gleðja þá.
Ingibjörg var yngst systkina
sinna. Önnur systkini hennar:
Tómas trésmíðameistari, látinn
fyrir nokkrum árum, Böðvar,
bóndi o g útgerðarmaður á
Stokkseyri, Árni hreppstjóri á
Stokkseyri og Guðrún fyrrv.
húsfreyja á Kanastöðum, nú
búsett í Reykjavík.
Snemma bar á listhneigð hjá
Ingibjörgu Tómasdóttur. Sér-
staklega bar snemma á því,
hversu söngvin hún var og
hneigð til tónlistar. Henni var
því ungri komið til tónlistar-
náms. Það nám lék henni í
hug og við hönd. Ung að aldri
varð hún organisti í Keldna-
kirkju og spilaði þar um 18
ára skeið. Jafnframt kenndi
hún ungu fólki í sveit sinni
orgelspil.
Árið 1923 fluttist Ingibjörg
til Stokkseyrar. Stofnaði hún
þar smábarnaskóla og kenndi
þar ýmsu fólki að leika á org-
el. Þarna dvaldist hún 3—4 ár.
Frá Stokkseyri fluttist síðan
Ingibjörg hingað til Vest-
mannaeyja. Það mun hafa ver-
ið 1927. Hér stofnaði 'hún tón-
listarskóla, hinn fyrsta í Vest-
mannaeyjum, og kenndi mörg-
um ungum stúlkum orgelspil,
líklega alls á þriðja hundrað
manns hér í bæ.
Það hefur jafnan reynzt erf-
itt Islendingi að lifa á iðkun
listar einnar saman. Svo fór
um Ingibjörgu Tómasdóttur.
Hún stofnaði af þeim sökum til
verzlunarreksturs og matsölu
hér í Eyjum til þess að fleyta
sér fram og hafa viðunandi af-
komu, Um nokkurt skeið, eftir
að hún settist að hér í Eyjum,
rak hún matsölu í Bifröst við
Bárugötu og rak þar jafnframt
dálitla verzlun í einni stofunni.
Þetta var á kreppuárunum til-
finnanlegu 1930—1936. Á ver-
tíð 1936 rak Ingibjörg mat-
stofu í Geirseyri við Strandveg.
Þá vertíð munu hafa borðað
þar að jafnaði um 50 manns.
Fæðiskaupendum Ingibjargar
Tómasdóttur þótti gott við
hana að skipta, fæðið ekki
klippt við nögl, vel lagað og
verði í hóf stillt. Hún var í
öllu viðskiptalífi sínu sem í
daglegri framkomu hreinskilin,
ábyggileg og sanngjörn, laus
við ágengni og nirfilshátt. Sein-
ustu ár sín hér í Eyjum rak
hún verzlun að Miðstræti 2,
þar sem verzl. Framtíðin er nú
rekin.
Ingibjörg Tómasdóttir var
þroskuð kona. Hjálpfýsi henn-
ar, 'hlýhugur til alls og allra
og trygglyndi voru mjög áber-
andi eigindi í skapgerð hennar.
Ávallt skyldi hún fyrst líta á