Blik - 01.05.1961, Page 129
SIGFÚS M. JOHNSEN:
Fyrstu mormónarnir, sem
skírðir voru á Islandi
Það voru hjónin Benedikt
Hannesson og Ragnhildur Stef-
ánsdóttir, búandi í tómthúsinu
Kastala í Vestmannaeyjum.
Þau voru nálega jafnaldra,
komin bæði yfir þrítugt, er
þau hlutu skírnina til morm-
ónatrúar. Hana framkvæmdi
Þórarinn Hafliðason, fyrsti
mormóni í Eyjum, sem fluttist
ungur þangað úr Rangárvalla-
sýslu, þaðan, sem hann var
upprunninn. Þórarinn fór frá
Eyjum til Kaupmannahaifnar
fulltíða og kom þaðan aftur
útlærður, sigldur snikkari. Það
var 1849.
Þórarinn brá sér utan aftur
eftir stuttan tíma. Kom út aft-
ur 1851 og var þá vígður
mormónaprestur og hafði köll-
unarbréf sitt meðferðis. —
Skömmu síðar kom annar
mormóni til Eyja frá Kaup-
mannahöfn. Það var Guðmund-
ur Guðmundsson frá Ártúnum
í Oddasókn á Rangárvöllum.
Hann hafði dvalizt lengi erlend-
is og tekið sveinspróf í gull-
smíði. Þeir félagar höfðu báðir
hlotið mormónaskírn í Dan-
mörku, og tóku að boða trúna
í Vestmannaeyjum. Síðar boð-
aði Guðmundur trúna uppi á
landi, eins og nánar er greint
í þætti þeirra Þórarins og Guð-
mundar.
Kastali, þar sem þau Bene-
dikt og Ragnhildur áttu heima,
þó aðeins um stuttan tíma, var
eitt af hinum svo-kölluðu kon-
unglegu tómthúsum í Vest-
mannaeyjum. Hann stóð í Kast-
alahverfinu, en þar höfðu ensk-
ir kaupmenn og útgerðarmenn
búið vel um sig fyrr á tímum
og reist þar hús og varnarvirki
í Kastala (Castel) svokölluðum.
Mannvirki og bygging’ar frá
þessum tíma voru fyrir löngu
jafnað við jörðu. En á þessu
svæði var vestasta tómthúsa-
eða þurrabúðahverfið af fjór-
um, er venjulegast voru talin
í Eyjum, áður en meiri bæjar-
bragur komst á.