Blik - 01.05.1961, Side 130
128
B L I K
Gata var stundum talin aust-
asta húsaþorpið í Kastala. Hús-
nafnið Nýi-Kastali hafði verið
tekið upp um þessar mundir
eða 1852. Seinna var það hús
nefnt Vegamót og hefur heitið
því nafni til skamms tíma. Það
stendur miklu austar en Gamh-
Kastali stóð; þar sem áður stóð
húsið Ensomhed, er Haaland
læknir bjó í.
Kastalahjónin voru einu
manneskjurnar, sem endur-
skírnina hlutu hér, þar til hinn
danski mormónaprestur Lor-
entzen kom hér til sögunnar
1853. Skírnin fór fram, svo
sem vera bar, með vatns-ídýf-
ingu og handa-yfirlagningu að
næturþeli aðfaranótt ’hin:s 5.
maí á því herrans ári 1851 í
svokölluðu Beinasundi. Það
nafn þekkist nú ekki, en mun
að líkindum hafa. verið í Lækn-
um eða sjávarlónum norðan
Strandvegarins hjá Nýjabæjar-
lóni eða Stokkalóni. Nafnið
Mormónapollur kom upp síð-
ar. Þeir voru tveir, báðir f jarri
byggðinni. Annar lengst suður
á Heimaey, við Brimurð. En
hinn var á milli urðarklettanna,
vestur af Torfmýrinni, og var
hann mest notaður. Hann var
djúpur og stór og oft notaður
við sundkennslu, eftir að farið
var að kenna hér sund.
Eins og geta má nærri, varð
styrr mikill, þegar það vitn-
aðist, þó að leynt ætti víst að
fara, að Þórarinn Hafliðason,
mormónatrúboði, hefði vogað
sér að framkvæma embættis-
verk. Biskup hafði lagt svo fyr-
ir í bréfi til sóknarprests, að
hann tilkynnti þegar í stað
verzlegu yfirvaldi á staðnum,
ef mormónamir seildust inn á
verksvið sóknarprestsins og
framkvæmdu prestsleg embætt-
isverk.
Nafnið Mormóni er dregið
af mormón bók, sem þeir játa
guðlega opinberun og sögð er
hafa verið birt Josef Smith af
engli. Sjálfir kalla þeir sig
hinna síðustu daga heilögu.
Mormónabókin segir, að morm-
ónar styðji það, sem í Biblíunni
stendur og gjöri hana fyllri,
sérstaklega um hina guðlegu
opinberun, og sízt sé trúin á
Biblíuna minni hjá þeim en hjá
'hinum þjóðkirkjulegu kristnu.
Mormónatrúin átti upptök
sín í Bandaríkjum Ameríku, og
gjörðu mormónar út sendifar-
ir til Evrópu til þess að boða
trúna.
Mormónamir námu land í
fylkinu Utha 1847. Þar höfð-
ust Indíánar við. Til Utha
fluttust þeir, sem játuðust und-
ir trúna. Þar var komið saman
fólk frá ýmsum Evrópulönd-
um.
Mormónar voru skírðir hinni
meiri og seinni skím og um-
mynduðust til lífs og sálar.
Þeir líktust hinum frumkristnu