Blik - 01.05.1961, Side 133
B L I K
131
bólfestu, sem helzt var hvergi
að fá nema að reisa sér nýbýli
uppi á reginheiðum eða inni í
afdölum og freista þannig og
þar að draga fram lífið. Kaup-
tún voru fá orðin, sem hægt
var að sækja til og Ameríku-
ferðir eigi hafnar. Jarðir lágu
ekki á lausu. Var því helzta
fangaráð margra að reyna að
komast að sjónum. Út í Vest-
mannaeyjar lá ætíð töluverður
straumur fólks úr nærsveitun-
um á landi, einkum úr Rangár-
valla- og Vestur-Skaftafells-
sýslu, og menn lögðu það á sig
að greiða há festargjöld, jafn-
vel oft sinn síðasta eyri, til þess
að komast að löggiltum þurra-
búðum þar. Ekki var að tala
um að komast að jörðum nema
8egn geypiháu festargjaldi til
landsdrottins.
I Vestmannaeyjum var jafn-
an skortur á fólki til þess að
manna út bátana og til að ann-
ast venjuleg störf í landi við
framleiðsluna. Þegar vel lét í
ári, þyrptist fólkið til Eyja of-
an af landi. En þegar versnaði
í ári, fiskileysisárin komu,
stundum mörg hvert á eftir
öðru, leitaði fólkið burtu og
reyndi fyrir sér annars staðar,
þar sem betur kynni að blása.
Svona gekk það koll af kolli og
svipað öld eftir öld.
I Vestmannaeyjum var komið
á syðstu nafir lands vors, svo
að segja mátti að þeir, sem
þangað höfðu borizt víðsvegar
að, ættu aðeins eftir síðasta
hlunndragið, áður en ýtt væri
alveg frá landi. Táknrænt er
það, að frá Eyjum hefjast
fyrstu Ameríkuferðirnar. Til-
drögin að þeim voru mormóna-
trúboðið.
I Vestmannaeyjum voru góð
fiskiár um þessar mundir, sem
hér ræðir um. Á árunum 1850
—1859 voru aflabrögð góð að
undanskildum árunum 1857 og
1858. Beinlínis verður því ekki
talið, að slæmt árferði kæmi
fyrstu Ameríkuferðunum af
stað.
Hjónin í Gamla-Kastala, er
svo nefndist, áttu sér svipaða
sögu og flest það fólk, er kom-
ið var af landi til Eyja í at-
vinnuleit og hafði setzt þar að
í von um betri afkomu og efna-
legt sjálfstæði, svo að það gæti
stofnað sér þar heimili, er frá
leið.
Benedikt Hannesson var
fæddur í Fljóts'hlíð og kemur
fulltíða til Eyja. Þar kynntist
hann konu sinni Ragnhildi Stef-
ánsdóttur, er var fædd í Aust-
ur-Skaftafellssýslu en alin upp
í Meðallandi. Leið þessarar
ungu stúlku lá snemma til
Vestmannaeyja. Þangað er hún
komin rúmlega tvítug árið 1839,
en staðnæmist þar skamma
stund. Hún fer brátt úr Eyjum
upp í Landeyjar. Þar er hún
um kyrrt tvö næstu árin, fyrsta