Blik - 01.05.1961, Page 134
r
132
B L I K
árið á Bakka 1 Austur-Land-
eyjum hjá foreldrum Lofts
Jónssonar mormóna í Þórlaug-
argerði, en þau voru Jón Áma-
son bóndi, og Þorgerður Lofts-
dóttir kona hans. Árið 1840 er
Ragnhildur í Norður-Búðar-
hólshjáleigu. Ári síðar er hún
komin aftur út í Eyjar að
Kirkjubæ til Eiríks bónda Hans-
sonar og konu hans Kristínar
Jónsdóttur. Þau hjón bjuggu
seinna á Gjábakka. Þau vom
foreldrar Veigalínar, Málfríðar
og Elísabetar Eiríksdætra. Tvær
þær síðustu fóru til Utha löngu
seinna.
Benedikt Hannesson og Ragn-
hildur Stefánsdóttir voru gefin
saman í hjónaband í Landa-
kirkju af sóknarprestinum séra
Jóni Austmann að Ofanleiti 11.
nóvember 1846. Þau bjuggu þá
í Hólshúsi. Höfðu áður verið
sjálfra sín í Garðinum.
Böm Benedikts og Ragnhild-
ar voru þessi:
María Kristín, fædd 7. ágúst
1845 í Götu í Eyjum.
Benedikt, fæddur 2. ágúst
1847 í Hóls'húsi í Eyjum.
Jóhanna, fædd 30. okt. 1849.
Andvana fætt sveinbarn 2.
marz 1852 í Kastala.
Börnin vom öll dáin, áður
en hjónin fluttu frá Vestmanna-
eyjum. Tvö þau elztu dóu úr
barnaveiki með fárra daga
millibili í júlí 1851 og lögð bæði
í sömu gröf. Geta má nærri, að
þeim hefur sviðið sárt barna-
missirinn. Hann hefur með
öðru ýtt undir þau að fara úr
Eyjum. — Með því að taka
mormónatrú fengu þau fyrir-
heitið um að komast til Utha
og fá þar ókeypis góða bújörð,
og geta hafið þar nýtt líf. Það
er á orði haft um Ragnhildi,
sem víst hafði átt fremur
hrakningasama ævi framan af,
að hún hafi lifað sæl í voninni
um að komast til Zionsborgar
eins og Israelsmenn forðum, er
þeir vom í útlegðinni.
Við síðustu húsvitjun hjá
hjónunum í Kastala 1851 ritar
sóknarpresturinn í kirkjubók-
ina, að þau séu gengin í mor-
monska trú og búin að týna
fræðunum. Þau fóru frá Vest-
mannaeyjum 1852 til Kaup-
mannahafnar, sennilega með
kaupskipi um sumarið. Þar
'hafa þau átt vinum að mæta
í mormónasöfnuðinum. Frá
Kaupmannahöfn leggja þau
síðan upp í ferðina miklu til
Utha. Þessi hjón em fyrstu
Islendingarnir, sem leggja upp
í ferð til Utha. Þangað náðu
þau að vísu ekki m. a. sökum
hinnar löngu dvalar þeirra í
Danmörku, sjálfsagt til þess að
afla sér nægilegs fargjalds. Þeg-
ar þau loks nálguðust áfanga-
staðinn, höfðu þrjár Uthaferð-
ir frá Vestmannaeyjum átt sér
stað, meðan þau dvöldu með
Dönum.