Blik - 01.05.1961, Page 135
B L I K
133
Með vissu er Ragnhildur
komin til Utha árið 1859. En
Benedikt lifði það ekki að kom-
ast til Utha. Hann lézt í fylk-
inu Nebraska. En með mikilli
þrautseigju komst Ragnhildur
alla leið og varð ein af íslenzku
frumbyggjunum í Utha.
Eftir komuna til Ameríku
eignuðust hjónin eina dóttur
og bættist þeim þannig að
nokkru barnamissirinn. Dóttir-
in ólst upp í Utha og varð
langlíf þar í landi og merk
kona. Hún fæddist þeim hjón-
um í Omaha-borg í Nebraska
og 'hlaut nafnið María, eftir
Maríu litlu Kristínu, er þau
misstu í Vestmannaeyjum.
María þessi, sem var fædd 1.
júlí 1859, var kölluð Ragnhild-
ur, en amma hennar hét þessu
skaftfellska nafni eins og móð-
ir hennar. María Benediktsdótt-
ir Hannessonar er nú mrs.
Mary Hanson Sherwood, er
heima átti í borginni Lewan í
Utha og kom fram, er minnis-
varði íslenzku landnemanna í
Utha var afhjúpaður í Spanish
Fork 1. ágúst 1938, og var þá
einasti lifandi íslendingurinn af
þeim 16 frumbyggjum, sem eiga
nöfn sín letruð á minnisvarð-
ann.
Benedikt, sem ýmist er kall-
aður Hanson eða Hansen, hefur
sennilega tekið það nafn upp í
Danmörku. Hann dó, eins og
áður segir, á leiðinni til Utha,
skömmu eftir fæðingu eina
bamsins þeirra, sem lifði. Mun
Benedikt hafa verið búinn að
þola margt á þeirri erfiðu ferð.
Hann mun hafa slegizt í ferð
með dönskum landnemum, sem
ætluðu til Utha, en ferðalög
yfir þvera Ameríku voru þá
býsna erfið. Fólkið ferðaðist
mest fótgangandi, og svo í
vögnum, er bezt lét. Sagt er, að
þær mæðgur, Ragnhildur og
María, hafi komið til Utha á
vagni, sem kýr og uxi drógu.
En á þeim árum urðu þó flestir
að fara gangandi yfir eyðimörk-
ina.
Eftir mikla erfiðleika komst
Ragnhildur með barnið tii Salt
Lake City.
Ein af konum Brigham Young
forseta mormóna á að hafa
fundið þær mæðgur úti á víða-
vangi og tekið þær að sér. Var
Ragnhildur eftir það mörg ár
í húsi forseta mormóna, Brig-
ham Young, sem tók við, er
Jósef Smith var myrtur, en
hann var stofnandi mormóna-
flokksins.
Ragnhildur Stefánsdóttir
Hanson var um fertugt, er mað-
ur hennar dó. Talið er, að hún
hafi gifzt aftur og átt heima í
Spanish Fork, en síðar í þorpi
einu eða smábæ í Suður-Utha.
María dóttir 'hennar og Bene-
dikts, mrs. Sherwood, var sem
áður segir ein lifandi af fyrstu
16 frumbyggjunum í Utha