Blik - 01.05.1961, Page 136
134
B L I K
1938, er minnisvarðinn var
reistur til minningar um þá.
Hún var þá um áttrætt. Hún
hélt þá ræðu og lýsti erfiðleik-
um þeim, sem þær mæðgur
hefðu átt við að stríða og þeim
þjáningum, sem þær höfðu orð-
ið að þola. Ragnhildur Stefáns-
dóttir dó í Utha rúmlega sjö-
tug.
Þessi hjón, Benedikt og
Ragnhildur, voru komin af
greindu og dugandi fólki og
voru sjálf vel gefin. Þau hafa
eflaust þráð að víkka sjóndeild-
arhring sinn og öðlazt nýja um-
myndun til lífs og sálar í nýrri
veröld. Ættir þeirra er hægt að
rekja töluvert, en verður hér
ekki gert nema lítils háttar.
Föðurafi Benedikts var úr
Skaftafellssýslu, og þaðan var
Ragnhildur einnig upprunnin.
Benedikt Hannesson var fædd-
ur í Hellishólum í Fljótshlíð
13. júlí 1818. Voru foreldrar
hans búandi hjón þar, Hannes
Pálsson og Björg Andrésdóttir
frá Króki í Garði suður. Hann-
es og Björg höfðu flutt frá
Auraseli í Breiðabólsstaðarsókn
í Fljótshlíð að Hellishólum í
Teigssókn í Fljótshlíðarþingum.
Páll faðir Hannesar var Niku-
lásson frá Núpi í Fljótshverfi,
fæddur 1758. Hann var ættaður
frá Hlíð undir Eyjafjöllum.
Kona Páls og móðir Hannesar
var ekkja eftir Ögmund bónda
á Núpi Ólafsson, er Páll giftist
henni. Synir Guðrúnar af fyrra
hjónabandi voru Daníel, er ólst
upp hjá móðurbróður sínum og
dó árið 1800, og Guðni bóndi
á Arnarhóli í Landeyjum.
Páll Nikulásson og Guðrún
Þorsteinsdóttir eignuðust 3
syni, og var þeirra elztur Ög-
mundur Pálsson, sem var á 2.
ári, en foreldrar hans flúðu und-
an Skaftáreldi úr Fljótshverf-
inu.
Ögmundur eignaðist son, áð-
ur en hann giftist, með Arndísi
Jónsdóttur. Það var Ögmundur
Ögmundsson í Auraseli, nafn-
frægur maður á sinni tíð, faðir
Ögmundar í Borg í Vestmanna-
eyjum, föður Ástgeirs skipa-
smiðs í Litlabæ í Eyjrun.
Hinir synir Páls Nikulásson-
ar voru Benedi'kt og Hann-
es, er hér um ræðir. Þeir voru
báðir hjá foreldrum sínum í
Auraseli árið 1801. Hannes þá
12 ára og Benedikt 10 ára.
Hannes mun hafa verið mest
viðloðandi í Auraseli hjá fólki
sínu, nema þann stutta tíma,
sem 'hann bjó í Hellishólum.
Eftir lát Hannesar Pálssonar er
Benedikt sonur hans tekinn til
fósturs [af föðurfólki; sínu í
Auraseli og elst þar upp. Það-
an var hann fermdur. Prestur
hans gefur honum þann vitnis-
burð við fermingu, að hann sé
allvel skýr. Leið hans lá síðan
til Vestmannaeyja, eins og svo
margra ungra manna úr nær-