Blik - 01.05.1961, Qupperneq 138
136
B L I K
vísa eftir hann, ort 1827 í orða-
stað séra Sveins Benediktsson-
ar á Sandfelli, föður Benedikts
Sveinssonar, alþingismanns og
sýslumanns, sem hafði sótt um
að verða prestur Álftveringa
og þess vegna prédikað í Álfta-
veri.
Vísan er svona:
Óumventa Örœfinga
eitthvað bi8 ég mcetti þvínga
af himni, jörð og heljarkrá,
svo beir iðran sanna geri,
svo sem þeir í Alftaveri
í vetur, þegar ég var þeim hjá
Þorsteinn gat verið bæði
hæðinn og níðskældinn.
Stefán Ólafsson, faðir Ragn-
hildar var fæddur á Undirhrauni
í Meðallandi um 1791. Kvæntist
um tvítugt Helgu Gísladóttur,
fæddri 1776 í Mýrdal.
Foreldrar Stefáns voru Ólaf-
ur bóndi á Undirhrauni, og
kona hans Kristín Jónsdóttir.
Stefán Ólafsson kvæntist ekki
Ragnhildi barsmóður sinni, og
skildu leiðir þeirra brátt. Dótt-
irin var með móður sinni, og
voru þær mæðgur lengi í Með-
allandi. Þar gerðist Ragnhildur
eldri bústýra hjá Þorvarði Hall-
dórssyni, er var í húsmennsku í
Skurðbæ.
Ragnhildur yngri átti heima
á Grímsstöðum í Meðallandi, er
hún var fermd, og fær góðan
vitnisburð hjá sóknarpresti sín-
um, sem seinna segir um hana
við húsvitjun, að hún sé brellin.
Ragnhildur fór frá Steins-
mýri til Vetmannaeyja 22 ára
gömul. Þar átti faðir hennar
þá heima. Stefán Ólafsson, faðir
hennar, mun hafla flutzt til
Eyja um 1820. Hann var seinna
um tíma fyrirvinna Jóhönnu
Jónsdóttur á Vilborgarstöðiun,
er skilið hafði við mann sinn,
Jón Pálsson bónda þar. Bjuggu
þau síðan á sinni hálflendunni
hvort. Stefán eignaðist dóttur
með Jóhönnu, f. 1825, er skírð
var Sigríður. Hún ólst upp hjá
móður sinni.
Stefán Ólafsson var síðast í
Gvendarhúsi í húsmennsku hjá
þeim hjónum Jóni Símonarsyni
og Þuríði Erasmusdóttur, syst-
ur Guðnýjar Erasmusdóttur í
Ömpuhjalli, er til Utha fór með
Jóni Loftssyni. Jón var seinni
maðurÞuríðar, og áttu þau ekki
börn saman, en sonur Jóns Sím-
onarsonar og stjúpsonur Þuríð-
ar var Jón gamli Jónsson í
Gvendarhúsi.
Stefán dó í Gvendarhúsi 1847
57 ára að aldri. Voru þau Ragn-
hildur dóttir hans og Benedikt
nýlega gift og bjuggu í Hóls-
húsi.
1 Vestmannaeyjum höfðu
þessi fyrstu mormónahjón þar
ekki við margt að skiljast. Börn
sín höfðu þau misst, eins og
áður getur, og faðir Ragnhildar
dáinn. Að vísu mun hún ekki