Blik - 01.05.1961, Qupperneq 140
138
B L I K
lengnr til hins þjóðkirkjulega
safnaðar þar. Heimilisfólk hjá
þeim í Kastala var ein vinnu-
kona og öldruð kona, sem var
niðursetningur. Heimilið leystist
upp, þegar hjón þessi lögðu ein
síns liðs upp í langferðina
miklu, fyrstu Utha-förina. Að
vísu komu aðrir nokkrum árum
á undan þeim vestur, eins og
áður er drepið á.
Fyrsta uppboðið vegna vænt-
anlegrar Ameríkuferðar var
haldið í Vestmannaeyjum, þegar
Benedikt og Ragnhildur undir-
bjuggu ferð sína. Andvirði
hinna fátæklegu og hversdags-
legu muna fátæka þurrabúðar-
mannsins var varið til greiðslu
á skuldum. Afgangurinn gekk
upp í fargjaldið eða hluta þess.
Líklegt er, að Benedikt hafi
unnið sér fyrir fargjaldinu með
því að ráða sig háseta á skipið,
sem hann fór með til Kaup-
mannahafnar og notið þar að
verzlunarstjórans í Danska
garði í Eyjum. Efalaust hefur
Benedikt róið á vegum kaup-
mannsins, þegar hann og Ragn-
hildur voru í húsmennku í
Garðinum. Sjálfsagt hefur
Benedikt verið duglegur sjó-
maður, því að oftast gat kaup-
maður valið úr mönnum, sem
voru á lausum kili, á sinn út-
veg.
Á Norðurlöndum og einkum
í Danmörku hafði mormóna-
hreyfingunni orðið nokkuð á-
gengt. Henni var tekið sem
fagnaðarboðskap af þeim, sem
aðhylltust trúna. Mormónar
þóttu fylgja sinni trú með meiri
einlægni í kristilegum anda,
heldur en þeir, sem aldir voru
upp við trúarbrögð kristinna
manna, sem kennd eru við
Lúther.
I Danmörku höfðu myndast
mormónasöfnuðir fljótt eftir
komu E. Snow, er hóf þar trú-
boðið 1850. Og mikill var á-
huginn hjá trúflokknum að
komast sem fyhst til Utha.
Erasmus Snow, postuli, sem
var frá Bandaríkjunum, var
einn úr hópi „stríðsmanna
krossins", er sendir voru frá
Salt Lake City í Utha seint á
árinu 1849 til Evrópu til þess
að boða trúna.
I Danmörku hlutu þeir Þór-
arinn Hafliðason og Guðmund-
um Guðmundsson skírn hjá fyrr
nefndum Snow trúboða. Þeir
héldu síðan til Islands til að
boða þar trúna. Þeir, sem
trúna tóku, voru hvattir til að
komast til Utha.
Það voru engir hversdagsleg-
ir viðburðir, að íslenzk hjón
tækju sig upp og færu alfarin
héðan af landi til útlanda, og
það til annarrar heimsálfu, eins
og þau gerðu, Benedikt og
Ragnhildur.
Nokkru áður en Þórarin Haf-
liðason drukknaði, á vertíð
1852, mun hann hafa verið ný-