Blik - 01.05.1961, Qupperneq 141
B L I K
139
búinn að skrifa trúboðunum í
Kaupmannahöfn um það að
taka á móti þeim og undirbúa
komu þeirra til Islands. Ef til
vill hefur það fremur verið
Guðmundur, sem gjörði það.
Árið 1852 fóru rúm 300
Norðurlandabúa frá Danmörku
til Utha í tveim hópum. Segir
frá því, að seinni og tærri hóp-
urinn hafi verið kominn inn í
Iowa-ríki og farið síðasta hluta
leiðarinnar með vögnum, er
uxar drógu, óralanga leið, unz
komið var í Saltvatnsdalinn í
Utha í september 1853. Samtals
hafði öll ferðin tekið 9 mánuði.
Þetta sama ár leggja mormóna-
hjónin íslenzku upp í sína Utha-
ferð og eru þannig með hinum
fyrstu frá Norðurlöndum, er
leggja upp í slíkt ferðalag að
heiman úr Vestmannaeyjum.
En þeim hefur dvalizt all lengi
í Danmörku, sennilega í Kaup-
mannahöfn, og unnið þar ötul-
lega, áður en þau höfðu unnið
sér fyrir fargjaldi vestur, en
það urðu útflytjendurnir sjálfir
að greiða.
Þessi islenzku hjón voru trú
hugsjón sinni og lögðu mikið á
sig til að ná þangað, sem hug-
urinn þráði, til trúbræðranna í
Utha. Með því þolgæði og þeirri
þrautseigju, sem mörgum ís-
lendingum og ekki sízt Skaft-
fellingum er í blóð runnið,
tókst þeim að sigrast á erfið-
leikunum, þó að Benedikt næði
ekki alveg að komast inn í
Mormónalandið, svo að nafn
hans yrði 17. nafnið á minnis-
varðanum í Spanish Fork um
fyrstu íslenzku frumbyggjana.
Frá Nebraska, þar sem hann
lézt, en það er eitt af næstu
nágrannafylkjunum við Ut'ha,
hefur hann a.m.k. með innri
sjónum séð inn yfir landamærin.
s. M. ].
Jón Stefánsson, Úthlið.
V/b Haffari fórst 9. apríl 1916 á heimleið úr
fiskiróðri. Síðari hluta dagsins gekk í ofsa-
veður af austri. Þegar báturinn nálgaðist
austanverða Heimaey, stöðvaðist vélin. Bátinn
rak að landi við Flúðartanga. Þar fórst hann.
Þessir menn drukknuðu: Jón Stefánsson, skip-
stjóri, Gunnar Sigurfinnsson, vélstjóri, og
Guðlaugur Jónsson, háseti. Þessir björguðust
upp 1 stórgrýtið gegnum brim og boðaföll:
Tómas Þórðarson, bóndi í Vallnatúni, og
Þórarinn Brynjólfsson úr Keflavík.
Þegar skipshöfn bátsins sá að hverju dró,
tóku sumir að ókyrrast og jafnvel æðrast. Þá
sagði hetjan Jón Stefánsson, skipstjóri: ,,Verið
þið rólegir, piltar mínir, það er búið með
okkur hvort eð er.“ Um leið og skipstjórinn
sagði þessi orð, tók hann í nefið með hinni
mestu sálarró, eins og ekkert væri.