Blik - 01.05.1961, Síða 155
B L I K
153
Gagnfræðadeild.
Þessi deild var starfrækt eins og
undanfarin tvö ár. í deildinni hófu
nám 28 nemendur og þreyttu allir
gagnfræðapróf, sem hófst 18. jan.
og stóð til 30 s. m. Alls stóðust 26
nemendur prófið, en tveir féllu.
Yfir 8 í aðaleinkunn hlutu þessir
nem|endur: Edda Hermannsdóttir
Skýringar við skýrslu
á bls 152.
F.: fastakennari. Stdk.: stunda-
kennari.
Kennslustundafjöldi hvers kenn-
ara á viku. Klst.
Þ.V. : Þorsteinn Þ. Víglundsson,
skólastjóri ............ 29
S.J. : Sigfús J. Johnsen, F .. 40
E.E. : Einar H. Eiríksson, F .. 35
E.P. : Eyjólfur Pálsson, F. .. 37
H.J. : Hildur Jónsdóttir, F. .. 32
B.S. : Bragi Straumfjörð, F .. 35
P.S. : Páll Steingrímsson, F .. 36
V.Kr. : Valdimar Kristjánss., F. 32
F J. ; Friðrik Jesson, F. að
hálfu leyti ............... 15
H.E. : Helga Eiðsdóttir, F. að
hálfu leyti ....... 15
Séra Jóhann Hlíðar, stdk .... 19
Ólöf Jónsdóttir, stdk.......... 16
Sigurður Finnsson, skólastj. .. 1
Samtals stundir 342
Mismunur á kennslustundafjölda
allra kennaranna, alls 339 st, og
kennslustundafjölda í öllum deild-
um, samtals 385 stundir, stafar af
sameiningu deilda í vissum kennslu-
greinum, svo sem fimleikum, ís-
lenzku í landsprófsdeiM og alm.
bóknámsdeild, reikningi í sömu
deildum o. fl, alls 46 stundir.
Auk þessa kennir Oddgeir Krist-
jansson, hljómsveitarstjóri, lúðra-
sveit skólans til jafnaðar 3 stundir
a viku. Kennslustundafjöldinn er
miðaður við fyrri hluta skólaársins,
meðan Gagnfræðadeildin var starf-
rækt.
9,18 (ág); Guðný Björnsdóttir 8,88;
Guðrún Helgadóttir 8,18; Brynja
Hlíðar 8.12; Sigurborg Erna Jóns-
dóttir 8,08 og Sigríður Jensdóttir
8,07. Alls hlutu 12 nem. 1. einkunn,
10 nem. 2. einkunn og 3 nem. 3.
einkunn.
Prófdómendur voru sem undan-
farin ár við landspróf og unglinga-
próf í skólanum þeir Jón lögfræð-
ingur Hjaltason, Torfi Jóhannsson,
bæjarfógeti, og Jón Eiríksson, skatt-
stjóri
Gagnfræðadeildinni var slitið
sunnudagskvöldið 31. jan. með hófi
í skólanum. Sátu það hinir brott-
skráðu gagnfræðingar, kennarar
skólans og prófdómendur og sumir
fræðsluráðsmenn Hinir giftu höfðu
konur sínar með sér í hóf þetta.
Stúlkur úr 3. bekkjardeildum gengu
um beina, undir stjórn matreiðslu-
kennara skólans, frú Olafar Jóns-
dóttur, bæjarfógetafrúar.
Almenn próf hófust í skólanum
þriðjudaginn 12. apríl Þeim lauk
14. maí.
85 nemendur þreyttu próf upp úr
1. bekkjardeildum
78 nemendur þreyttu unglinga-
próf. Af þeim stóðust 65 prófið,
hinir 13 nemendurnir luku ekki
prófi eða stóðust ekki prófið.
56 nemendur þreyttu próf sam-
tals í 3. bekkjar deildum, þar af 9
í landsprófsdeild
Sérstaklega voru það próf 3.
bekkjar nemenda sem ollu óánægju
foreldra, úlfaþyti j bænum og deil-
um.
Að málum þessum er komið i
hugvekju hér fyrst í ritinu. Verð-
ur hér til hennar vísað og svo
blaðagreina. Sú tilvísun verður lát-
in nægja.
Landsprófsdeild.
Alls voru í deildinni þetta skóla-
ár 9 nemendur, þar af þreyttu 8
nem. prófið allt, en einn nem. hætti
í miðju prófi.