Blik - 01.05.1961, Síða 158
156
B L I K
Nemendur hlutu þessar aðaleink-
unnir frá skólanum:
1. Atli Aðalsteinsson ........ 5,02
2. Dóra Þorsteinsdóttir, ..... 7,70
3 Hrafnhildur Sigurðardóttir 4,20
4 Jóhann Andersen ........... 7 07
5. Jóhanna Bogadóttir ........ 7,34
6. Margrét Scheving .......... 5,40
7. Sigfús Þ. Elíasson ........ 6,56
8 Steinn Kjartansson ......... 7,11
Landsprófsnefnd lækkaði aðal-
einkunn nr. 7 og 8. eilítið eða í
6,5 og 6,84.
Vegna veikinda Torfa Jóhanns-
sonar, bæjarfógeta, var Víglundur
Þ. Þorsteinsson, stud. med., skip-
aður prófdómari að þessu sinni.
Starfslið úr hópi nemenda.
Hringjari skólans þetta skólaár
var Sigríður Jakobsdóttir, í 2. bekk
C
Umsjónarmenn deilda voru þessir:
3. bekk bóknáms með landsprófs-
deild: Lilja Hanna Baldursdóttir.
3. b. verknáms: Guðrún Ingi-
bergsdóttir
2. b. A. Halldór Árnason
2. b. B. Auður Stefánsdóttir.
2 b C. Þórey Þórarinsdóttir.
1. b. A. Valur Andrésson.
1. b. B. Ólafia Andrésdótt'r
1. b. C. Geirrún Tómasdóttir.
Eilítil breyting varð á þessum
trúnaðarstörfum eftir miðsvetrar-
próf og nemendur færðir milli
deilda 1. bekkjar eftir árangri í
prófum
Nemendur inntu yfirleitt trúnað-
arstörf sín vel og samvizkusamlega
af hendi.
Vinnuhlé gaf skólinn ekkert að
þessu sinni af þeim ástæðum, að
„páskahrotan brást,“ þ. e. fiski-
hrota kom engin sérstök um páska-
leyti eins og þó er venjulegt, og
skól nn þá gefið nemendum lausn
frá störfum nokkra daga til að
vinna að fram’eiðslunni í bæjar-
félaginu.
Félagslíf nemenda var með liku
sniði og fyrr. Það hélzt með lífi
og ötulleik allan veturinn.
Formaður Málfundafélags skólans
var Lilja Hanna Baldursdóttir og
varaformaður Stefanía Þorste:ns-
dóttir, skipaðar af skólanum Aðrir
í stjórn: Árni B Johnsen, Sonja
Hansen og Edda Hermannsdóttir.
Vorsýning skólans og tekjur af
henni.
Sunnudaginn 10. maí hélt skól-
inn almenna sýningu á handa-
vinnu, teikningum, vélritunarvinnu
og bókfærslubókum nemenda svo
og náttúrugripasafni skólans. Jafn-
framt hélt byggðarsafnsnefnd bæj-
ins sýningu í skólahúsinu á
nokkrum hluta byggðarsafnsins og
ljósmyndum af plötum úr ljós-
myndaplötusafni Kjartans heitins
Guðmundssonar, allt með líku
sniði og áður.
Aðsókn var mjög mikil að sýn-
ingum þessum. Byggðarsafnsnefnd-
in notaði sýningu sína til þess að
afla fjár til starfsemi sinnar í
þágu byggðarsafnsins og menning-
ar bæjarins. Undanfarin 3 vor hef-
ur hún aflað alls kr. 21000,00 á
þennan hátt
Vorið 1958 urðu tekjur af
sýningu skólans krónur 8000,00.
Þeirri upphæð var skipt að
jöfnu milli hljóðfærasjóðs Gagn-
fræðaskólans og Byggðarsafns-
ins. Vorið 1959 urðu tekjurnar
af sýningunni kr. 6500,00. Sú upp-
hæð rann óskipt til Byggðasafnsins
og keypti nefndin málverk af
Engilbert Gísiasyni fyrir þá upp-
hæð. Myndir af þeim þrem mál-
verkum b'rtast nú hér í ritinu.
Þessi málverk vill Byggðarsafns-
nefnd að verði vísir að listasafni
bæjarins.
í vor (1960) urðu tekjur af
sýningunni kr 6500,00 og runnu
þær óskiptar til Byggðarsafnsins.
Fyrir þá peninga hefir nefndin lát-