Blik - 01.05.1961, Page 164
162
B L I K
hátign, hversu lærður hann væri
orðinn í íslenzku máli og því
verðugur að verða settur inn í
sýslumannsembættið.
Hér kemur svo bréfið stafrétt
og orðrctt eins og Daninn skrif-
aði það og sendi konungi, Krist-
jáni hinum 8.
„Eptir boð Ydvart, Herra
konungur, hefi ek nokra tima
uppfræðing sókt á íslenðzku
túngu og ecki fyrir sök thessi
sparið hverki tid né iðni né helð-
ur kostnað, enda ek hef upp-
gefit thað athæfi sem uppheldi
var mins og minna.
Thykkist ek núna at hafa
fengið kunnleika nokkarn, sem
thar at auki allsemnáðarsamr
verðr at sjá af quiði thessum,
og bið ek thessvegna at Yðarr
Hátign allsemnáðarsamr vilia
skicka mér til sýslumanns Norð-
ur Múlasýslu og likasem ek
thanninn vill thykkia mér of-
lukkaligr, svá er ok von min, til
thess at finnast virðuligr.
Raeskilde hinn 2oga
Ockober 1844
Allsemunðirdanligr
Beder.
Orðið athæfi mun eiga að
þýða atvinnuveg og orðið quiði
mun eiga að vera þágufallsmynd
og þýða vottorð, en bréfi þessu
fylgdi einmitt vottorð frá
dönskum menntamanni, mag.
art. Hammerich, að Beder
væri alfær í íslenzku
Einhvernveginn fékk konung-
ur pata af, að ekki væri þetta
allt með felldu, þrátt fyrir vott-
orð hins hálærða Dana, og lét
íslending segja sitt álit um ís-
lenzkuna á bréfinu. Islendingur-
inn fann þar 37 villur. Þær
urðu Beder embættislegur bana-
biti í þetta sinn, og sýsluna fékk
I. P. Hafstein, síðar amtmaður.
MYNDIN TIL HÆGRI: Ttpr-
STANGVEIÐIMÓT í VEST-
MANNAEYJUM.
Dagana 18.-22. mai 1960 gistu 40—50
útlendingar Vestmannaeyjar, þvi að þar
var þá haldið stangveiðimót, sem annars
eru haldin viða erlendis. Að þessu sinni
tóku 48 veiðimenn þátt i mótinu, 20
Bretar, þar af ein kona, 12 Bandaríkja-
menn, 5 Frakkar, einn Belgi og 10 ís-
lendingar. Alls öfluðust tæþar 8 smálestir
af fiski og samtals 4000 fiskar af 16 teg-
undum.
Aætlað er, að hver erlendur þátttakandi
i mótinu hafi greitt islenzka þjóðarbúinu
samtals um 100 sterlingspund. Alls höfðu
þeir 9 báta hér til afnota.
Myndin til vinstri er af ýmsum þáttum
þessara veiða.
Niður til vinstri:
1. Gestirnir bjuggu á Hótel H.B. að mestu
leyti, og sýnir efsta myndin, er fólkið
leggur af stað til veiða.
2. Fjórir bátanna leggja úr höfn.
3. Verið er að veiðum.
Niður til hægri:
1. Hann er á guli“. íslendingur látinn
bera í.
2. Veiðin er stunduð af kaþþi.
3. Aflinn er veginn á Nausthamars-
bryggju, óblóðgaður og óslægður, síðan
seldur i Fiskimjölsverksmiðjuna.