Blik - 01.05.1961, Page 166
ÁRNI ÁRNASON:
Fyrsii Vestmannaeyjabíllinn og
hauskúpan á Hverfisg. 30-32
Það þóttu ekki svo lítil und-
ur, þegar fyrsti bíllinn kom
hingað til Eyja 18. júlí 1918.
Það var líka uppi fótur og fit
í bænum. Það barst eins og
eldur í sinu, að Eyþór kaup-
maður Þórarinsson á Eystri-
Oddsstöðum Árnasonar, væri
að fá bíl frá Reykjavík, sem
hann ætlaði að nota hér við
flutninga. Fólk þaut því niður
á bryggju til að sjá þessi und-
ur. Þarna var hann í uppskip-
unarbátnum, blóðrauður, helj-
armikill kassi með hjólum að
framan og aftan. „Þetta er
rneira báknið, þessi mótorvagn“,
sögðu þeir, sem aldrei höfðu
séð bíl. Það var og satt. Hann
var stór. Ég held 1 eða 1^2
smálesta Maxwell vörubíll,
breiður og sterklegur. Undir
honum voru tvöföld hjól að aft-
an með mjög sterklegum
gúmmhringjum, en einföld hjól
að framan, að öllu grennri, en
þó með gúmmhringjum. Engar
slöngur voru á þessum hjólum,
heldur heilt gúmm.
Eftir mikið brauk og erfiði
tókst loks að koma bilnum úr
bátnum upp á bryggjuna, sem
var þéttskipuð forvitnu fólki.
Bílstjóri kom með bílnum frá
Reykjavík. Sá hét Björgvin
Jóhannsson. Þá var og með
honum Oddgeir Þórarinsson,
bróðir Eyþórs. Hafði hann lært
til bílstjóra og tekið próf í
Reykjavík, líklega hjá Björg-
vin, sem var einn af fyrstu bíl-
stjórum landsins. Björgvin fór
nú inn í bílhúsið, fór í engu
óðslega, handlék stengur og
takka, en svo allt í einu kvað
við hinn mesti gauragangur,
svo að fólk hrökk í kút. Sumir
tóku til fótanna og hlupu í
burt, þar á meðal allir krakkar,
sem ekkert þekktu til bíla. Blá
reykjargusan stóð aftur úr bíln-
um, sem fór af stað með vax-
andi hraða upp bæjarbryggjuna
og upp Formannasund. Þeir
voru báðir inni í bílhúsinu bíl-
stjórarnir og gættu umferðar-
innar sem bezt. Þama komu
krakkarnir aftur og hlupu á
eftir bílnum æpandi og grenj-
andi. Fólk stanzaði á götunni,
þaut síðan úr vegi dauðskelk-
að. Aðrir komu í ósköpum út
í húsgluggana, er Maxwellinn
fór fram hjá, til þess að sjá,