Blik - 01.05.1961, Page 167
B L I K
165
hvað væri um að vera, og það
gleymdi nærri að opna glugg-
ana, áður en það rak höfuðið
út. Þeir Oddgeir notuðu flaut-
una óspart til þess að hrekja
krakkana frá, en lítið stoðaði
það. Má með sanni segja, að
allt væri á öðrum endanum í
bænum af hávaða. taugaæsingi
og forvitni. Bíllinn komst heilu
og höldnu ,,einn rúnt“ en stanz-
aði svo hjá Verzl. Skjaldborg,
sem nú er Verzl. Boston.
Baginn eftir var bezta veður.
Þá ók Oddgeir fólki upp að
Norðurgarðshliði, og kostaði
farið nokkra aura, mig minnir
10 aura. Þetta þótti hin bezta
skemmtan af ungum og göml-
um. Stóð fólkið í troginu og
fór allt vel, þrátt fyrir mikinn
velting, því að vegurinn var
ekki sérlega góður.
Umræddur kom þó ekki að
tilætluðum notum, og ollu því
slæmir vegir og mjóir. Vega-
kerfi bæjarins var þá ekki mik-
ið að vöxtum. T. d. var eng-
inn vegur upp að Dölum, slæm-
nr og mjög mjór upp fyrir
Hraun og því verri inn í Herj-
ólfsdal. Aðeins um miðþorpið
var hægt að aka og niður við
höfnina, þegar þurrt var. Þess
vegna seldi Eyþór bílinn aftur
til Reykjavíkur árið eftir.
Pyrsti bílstjóri Vestmanna-
eyja var því Oddgeir Þórarins-
son frá Oddsstöðum. Tók hann
próf 20. maí 1918 í Reykjavík
og ók umræddum Maxwell bíl
fyrst. Síðar ók hann öðrum
bílum og var slyngur bílstjóri.
Þótt svona tækist til um
fyrsta bílinn hér, var það þó
spor í rétta átt og til þess að
opna augu manna fyrir bætt-
um skilyrðum með notkun bíla
í innanbæjarflutningum. Menn
sáu, að allt mundi hafa gengið
vel, ef bíll þessi hefði verið
minni og léttari í meðferð allri.
Bílar gátu sparað mikla vinnu
og erfiði, ef hægt var að sam-
ræma bíla og vegi.
Þetta varð svo til þess, að
árið 1919, í maímán., stofnuðu
nokkrir menn, sem voru fullir
áhuga, hlutafélagið Bifreiðafé-
lag Vestmannaeyja. Festu þeir
kaup á 14 tonns Fordbíl í
Reykjavík. Hann var óyfir-
byggður, og skyldi smíða trog
á hann, þegar heim kæmi. Bif-
reiðafélagið réði svo Lárus
Árnason á Búastöðum bílstjóra-
efni og sendi hann til náms til
Reykjavíkur sumarið 1919.
Skyldi hann læra meðferð og
akstur bíla ásamt meðferð bif-
reiðavéla. Lærði hann hjá Jóni
Sigmundssyni, sem var víst
lærður í Ameríku og fyrsti bif-
reiðastjóri íslands. Lárus tók
próf í ágústmánuði þá um sum-
arið. Ók hann svo umgetnum
Fordara í 1—2 ár í Eyjum, og
þótti billinn hið mesta þarfa-
þing þótt lítill væri. Hann var
léttur og góður í snúningum og