Blik - 01.05.1961, Blaðsíða 168
166
B L I K
fór því nær þá vegi, sem
hestvagn gat farið. Ekki er að
efa, að bíll þessi varð til þess,
að 1920—21 fara bílar að koma
í bæinn, og vegakerfið var bætt
til mikilla muna. Hafa vöru-
bílar komið hér að miklu
gagni og létt feikna erfiðleik-
um af mönnum og málleysingj-
um. Urðu menn fyrst verulega
varir við þetta, eftir að vegir
komu svo að segja um alla
Heimaey, sem um þetta leyti
stóð undir miklum ræktunar-
framkvæmdum.
Mér dettur í hug, í sambandi
við ferð Lárusar til Reykjavík-
ur og nám hans þar, að segja
frá dvöl hans að nokkru leyti.
Bifreiðafélagið réði hann sem
sagt til sín. Þó gaf hann ekki
kost á sér til þessarar farar,
nema ég færi með honum.
Þetta varð úr. Ég fór með og
fylgdi honum eftir sem fylgd-
ar- og aðstoðarmaður. Minnir
mig, að félagið tæki einhvem
þátt í þeim kostnaði, sem af
för minni leiddi. Þótti mér
þetta sport mikið. Hafði ég að-
eins einu sinni komið til Reykja-
víkur, þ.e. árið 1915, en Lárus
hafði þar aldrei komið, þótt
hann væri þá 23 ára gamall.
Suðurferðin gekk vel og tíð-
indalítið. Fengum við fæði hjá
frænku okkar, Kristínu Gísla-
dóttur frá Stakkagerði og
manni hennar Bjama Sighvats-
syni, er þá bjuggu að Gmndar-
stíg 11. Herbergi fengum við
á Hverfisgötu 30—32 hjá Guð-
mundi Jakobssyni, hafnarverði,
föður þeirra bræðra Eggerts
Gylfers, Þórarins fiðluleikara
Guðmundssonar og Guðmundar
Guðmundssonar. Það stóð svo
heppilega á, að Guðmundur var
einhvers staðar úti á landi og
fengum við lesstofu hans. Hann
var þá við læknisnám. Foreldr-
ar hans leigðu okkur þessvegna
herbergi hans, sem var uppi á
lofti í húsinu mót austri.
Fyrir neðan gluggann var
hús með flötu þaki. Þar var
Jón Hermannsson úrsmiður
með verkstæði sitt og sölubúð.
Var það hús áfast við hús Guð-
mundar Jakobssonar, svo að
gjarna var hægt að fara þar
út á þak út um gluggann hjá
okkur. Við fómm svo að skoða
herbergið, og sýndi húsmóðirin
okkur það. Herbergið var ágætt
með tveim legubekkjum og vel
búið að öðrum húsgögnum.
Stór bókaskápur var þar, sem
frúin sagði að við mættum taka
lesefni úr eftir vild. Á borðinu
í miðju herberginu var hlutur,
sem mér var ekkert gefið um.
Það var höfuðkúpa manns,
stór og mikil, sem starði þama
á okkur galtómum augnatóft-
unum. Heil var hún að öllu
og tennur allar stórar og mjalla
hvítar. Mér varð hreint ekki um
sel að sjá hauskúpuna þama á
borðinu. Hefir frúin sennilega