Blik - 01.05.1961, Síða 170
368
B L I K
að ræða. Mér leið hálfilla innan
um þessi leikföng hans Mumma.
Ef ég gægðist undan sænginni,
starði hauskúpan á mig af
borðinu, og fannst mér stund-
um, eins og hún hreyfa sig og
opna skoltinn og japla saman
tanngörðunum. Virtist mér hún
þá vera að segja eitthvað með
hinni merkilegu ásjónu sinni og
augnaráði, glottandi og japl-
andi. Lárus vildi ég ekki vekja,
því að mér fannst skömm að
þessari hræðslu. En feginn
varð ég, þegar hann vaknaði
um kl. 7. Það hafði verið lang-
ur klukkutími.
Nokkrum dögum síðar var ég
farinn að trúa sjálfum mér fyr-
ir því, að mér væri sama um
þessa á borðinu, en sannleikur-
inn er sá, að það var aðeins á
daginn. Oftast setti að mér ein-
hvern geig á nóttinni, er ég
vaknaði, leit yfir á borðið og
sá hana skjannahvíta stara á
mig í hálfrokknu herberginu,
eins og hálf glottandi. Eitt
fannst mér hálf einkennilegt
lengi vel. Þó að ég á daginn snéri
hauskúpunni á borðinu þannig,
að hnakkinn vissi að mínu
rúmi, var hún ávallt komin í
öfuga stöðu, ef ég vaknaði á
nóttinni, þannig að ásjónan, ef
svo mætti segja um galtóma
hauskúpu, vissi alltaf að mér.
Seinna komst ég að því, að
Lárus sneri henni lika frá sér.
Það var þessvegna ekki von að
hauskúpan væri róleg á borð-
inu.
Kvöld eitt kom Guðmundur
læknir heim og inn til okkar í
herbergið, tók hauskúpuna af
borðinu, strauk hana alla ósköp
blíðlega og sagði: „Ég ætla að
taka hana inn til mín og leika
mér að henni 1 kvöld“. Eflaust
hefir hann þá eitthvað ætlað að
rannsaka hana blessaða. Ég
var sárfeginn, og það hygg ég
Lárus hafi líka verið. Haus-
kúpuna sáum við svo ekki
framar ,því að Guðmundur var
það, sem eftir var af dvaldar-
tíma okkar á heimili hans, vest-
ur á loftinu og handlék þar ef-
laust bækur og bein í sambandi
við nám sitt.
En beinin á flata þakinu
höfðum við áfram við gluggann
okkar. Datt mér oft í hug að
láta lokið yfir kassann, svo að
þau væru þó ekki ber fyrir
roki og regni, en aldrei hafði
ég mig 1 að gera það. Vegna
hræðslu? Já, sennilega. Okkur
var líka farið að detta í hug,
að hauskúpan þar yrði flutt
inn á borðið okkar, því að ó-
neitanlega gerði það herbergið
sérkennilegt í allri umgengni,
en svo var þó ekki. Hún lá í
kassanum, þegar við fórum úr
herberginu.
Ég varð feginn, þegar Lárus
tók prófið hjá Jóni Sigmunds-
syni og við fórum heim, því að
einhvernveginn leið mér hálf