Blik - 01.05.1961, Side 174
Bréf
til ársrits Gagnfæðaskólans
Vestmannaeyjum,
16. okt. 1960.
í hinu merka ársriti Gagn-
fræðaskólans í Eyjum, BLIKI,
árið 1960 segir í greininni
„Saga barnafræðslunnar í Vest-
mannaeyjum" bls. 40, að, ,,ekki
hafi lánast að finna óyggjandi
heimildir fyrir barnakennslu
Páls PáLssonar Jökuls á ára-
tugnum 1860—1870“. Þá segir
ennfremur: „Mér eru ekki
kunnar neinar sannanir fyrir
því, að hann hafi stundað
barnakennslu í Eyjum, nema þá
þær, ef sannanir skyldi kalla,
að hann er titlaður barnakenn-
ari,“ o. s. frv.
Ekki veit ég, hvort orð mín
muni verða tekin sem sannan-
ir fyrir barnakennslu Páls Jök-
uls 'hér, en hinsvegar þykir mér
rétt að skýra ársritinu frá eft-
irfarandi upplýsingum þessu
viðvíkjandi.
Þar eð Páll Pálsson er talinn
f. 1848, 17. ág., er tekinn í lærða
skólann 1866 og er þar til 1870
er hæpið, að hann hafi verið við
kennslu í Eyjum á þeim áratug
enda finnst þess heldur ekki
getið. Mikið líklegra er, að
kennsla hans hér hafi verið á
áratugnum 1870—1880 og bend-
ir margt til, að svo hafi verið.
Gísli Lárusson í Stakkagerði
sagði mér, að hann „hefði verið
svo heppinn að njóta kennslu
hjá Páli Jökli, sem hefði kennt
börnum hér tvö ár og verið til
húsa í Jómsborg eða Péturs-
borg.“ Ég man ekki nákvæm-
lega hvort húsið 'hann nefndi
eða hvort hann sagði „annað
árið í Jómsborg en hitt í Pét-
ursborg." Gísli sagðist þá hafa
verið 9 og 10 ára gamall og
hefði það verið öll sín skóla-
ganga.
Þetta kemur heim við aldur
Gísla, sem var fæddur 16. febr.
1865, og við kirkjubók Eyjanna
1874. Þar segir, að Páll Páls-
son, barnakennari, komi til
Eyja það ár. Þá er hann til
húsa í Jómsborg. Árið eftir er
hann svo talinn fara frá Eyj-
um, um vorið. Ekki finnst hans
getið meðal innkominna manna
í Eyjarnar um haustið það ár,
og annarsstaðar í kirkjubókum
heldur ekki einmitt árið 1875.
Nú sagðist Gísli hafa verið hjá
honum í skóla tvö árin þ. e.
skólatímabil, haust og vetrar-
mánuðina og hann (Gísli) þá
hafa verið 9 og 10 ára gamall,
þá finnst mér ekkert sennilegra,
en að innfærsla á nafni Páls,
sem kominn til Eyja um haust-