Blik - 01.05.1961, Page 175
B L I K
173
ið 1875 og farinn frá Eyjum
um vorið 1876 hafi af einhverj-
um ástæðum fallið niður í
kirkjubókinni. Aðrar eins
skekkjur eiga sér stað í kirkju-
bókum yfirleitt, sem það, að
innfærsla þessi færist fyrir.
Páll hefir og aðeins verið hér
yfir haust- og vetrarmánuðina
en farið á sumrin til annarra
byggðarlaga. Man ég ekki bet-
ur en að hann færi sumurin
1874 og 1875 hinar frægu ferð-
ir sínar yfir Vatnajökul með
enska vísindamanninum, og þar
af nafngiftin Jökull. Einnig
minnist ég þess að finna Páls
getið í kirkjubókum eystra
1876, en það ár kvæntist hann
Onnu dóttur séra Sigurbj. Sig-
fússonar að Kálfafellsstað.
Eldra fólk hér sagði líka, að
»»hann hefði farið eitthvað aust-
ur á land,“ er hann fór úr
Eyjum.
Fríður móðursystir mín, f.
1880, mjög minnug og greind
kona, systir Gísla Lárussonar,
sagði mér oft, að Gísli bróðir
sinn hefði verið í skóla hjá
Páli Jökli, sem hefði haft
barnakennslu í Jómsborg.
Móðir mín, Jóhanna Lárus-
dóttir, systir Gísla, sagði einnig
um þetta, að hún hefði lítið
verið í barnaskóla og aðeins
lasrt að lesa. „Skriftin fór fyrir
ofan garð og neðan hjá mér,“
sugði hún. Það þótti víst ó-
nauðsynlegt stelpum að kunna
að skrifa. Hún hefði verið of
ung til þess að komast í skóla
til Páls Jökuls, en þar hefði
Gísli bróðir sinn lært lestur,
skrift og eitthvað í reikningi.
Ekki man ég með vissu, hvar
hún sagði, að skóli Páls hefði
verið til húsa, en mig minnir
fastlega hún segja í Péturs-
borg. Gæti verið, að hún hefði
munað betur seinna ár Páls
'hér, þ. e. 1875, þareð hún var
þá 7 ára gömul. Sem sagt, móð-
ir mín lærði ekki að skrifa á
sinni stuttu skólagöngu, þótt
slíkt væri fyrirskipað í fræðslu-
lögum barna 1880, en á efri
árum sínum fór hún að læra
að draga til stafs og náði
nokkrum árangri, þótt tilsagn-
arlaust væri að mestu leyti.
Mér fannst rétt að skýra
BLIKI frá ofanrituðu, ef það
gæti á einhvern hátt orðið til
þess að bæta úr vöntun á Upp-
lýsingum í „Sögu barnafræðsl-
unnar í Eyjum“ og um veru
Páls Pálssonar Jökuls hér.
Systrum Gísla, þeim Fríði og
Jóhönnu, hefir ábyggilega ver-
ið vel kunnugt um skólavist
hans hjá Páli. Tel ég hiklaust
frásagnir þeirra góðar heimild-
ir fyrir hérveru Páls bæði árin
1874 og 1875 og skóla hans,
sennilega í Jómsborg 1874 en í
Pétursborg árið 1875. Stangast
þær frásagnir hvergi á við það,
sem áður er vitað nema síður
sé, og koma vel heim við frá-