Blik - 01.05.1961, Page 177
Fyrsta bifreiðin kemur
til Vestmannaeyja
í júnímánuði 1918 stofnuðu
Vestmannaeyingar félag, sem
hafði það að markmiði að festa
kaup á bifreið, sem flutt yrði til
bæjarins og notuð í þágu út-
gerðarinnar fyrst og fremst.
Þetta skyldi vera vöruflutn-
ingabifreið. Að félagi þessu
stóðu um 20 manns.
Ekkert varð úr þessu félagi
eða starfi þess.
í júlí 1919 kom fyrsta bif-
reiðin til Vestmannaeyja. Hana
keypti til bæjarins Eyþór Þór-
arinsson bónda á Oddsstöðum
Árnasonar. Skip Eimskips,
Gullfoss, flutti hana til Eyja.
Þetta var allstór flutningabif-
reið. Fyrsti bifreiðarstjóri
hennar var Oddgeir Þórarins-
son, bróðir Eyþórs. Ég hef
skrifað honum og beðið hann
að segja mér það, sem honum
er minnisstæðast um þetta
markverða framtak þeirra
bræðra.
Oddgeir Þórarinsson skrifar
mér á þessa leið:
Það var vorið 1919, að Eyþór
hróðir minn kom að máli við
mig 0g bað mig að aka fyrir
sig bifreið, sem hann var að fá
frá Reykjavík. Ég gekkst inn á
þetta, þó að ég væri kvíðinn,
því að þá hafði ég aldrei aug-
um litið bifreið.
Svo kom bifreiðin og með
henni Björgvin Jóhannsson, út-
lærður og ágætur bifreiðar-
stjóri. Hann dvaldist í hálfan
mánuð í Eyjum og kenndi mér
það helzta um meðferð og akst-
ur bifreiða.
Þetta var MAXVELL-bifreið,
stærð IV2 smálest, með 'húsi og
með framrúðu á hjörum.
Bifreiðin reyndist óheppileg.
Hún var langbyggð og þung.
En það versta var þó, að hún
var með þykkum gúmmgjörðum
á hjólunum en ekki hjólbörðum,
eins og nú tíðkast. Þess vegna
skar hún sig niður, þar sem
ekki var nægilega hart undir.
Einnig var bifreiðin óliðleg, svo
löng sem hún var, þar sem flest
allar götur í bænum voru
þröngar og ekki ætlaðar öðrum
farartækjum en handvögnum.
Ég lærði að aka bifreiðinni á
þessum hálfa mánuði. Meðan
ég var að læra, var engu ekið
nema krökkum og þeim var
ekið frá torginu við gamla