Blik - 01.05.1961, Page 184
182
B L I K
hafði þá starfað í 12 vikur án
alls styrks. Annað árið höfðu
sömu kennaramir fórnað
kennslustörfum fyrir hugsjón
þessa. Vorið 1956 hélt skólinn
sýningu á myndlistinni í Akó-
geshúsinu.
Haustið 1956 fluttist Bjarni
Jónsson kennari til Hafnar-
fjarðar. Það haust réðist Haf-
steinn Austmann Kristjánsson,
listmálari, að Myndlistarskóla
Vestmannaeyja. Það var því að-
eins kleift að ráða til hans
kennara á fullu kaupi, að nú
fékk skólinn styrk frá bæ og
ríki, — kr. 10.000,00 frá rík-
inu og kr. 4000,00 úr bæjar-
sjóði. Þessum opinbera styrk
hefur hann haldið síðan.
Árið 1956 stóð Páll Stein-
grímsson í íbúðarhússbyggingu
og hafði lokið við að koma húsi
sínu undir þak og gera það fok-
helt um haustið. Haustið það
gat hann notað hús sitt þannig
hálfbyggt til að kenna í nem-
endum Myndlistarskólans. Nem-
endur voru þá 23 í kvölddeild
og 26 í barnadeild. Þetta ár
eignaðist skólinn listaverkabæk-
ur til afnota við kennsluna.
Einnig voru þá notaðar kvik-
myndir og skuggamyndir.
Verðlaun voru veitt að loknu
starfi og hlaut þau Gunnar Sig-
urðsson frá Happastöðum við
Hvítingaveg fyrir sérstakan á-
huga við námið. Að þessu sinni
var skólanum slitið fyrir jól.
Haustið 1957 tókst ekki að
fá neinn kennara að skólanum
með Páli Steingrímssyni.
Kenndi hann þá einn í báðum
deildum, 18 nem. í kvölddeild og
28 nem. í barnadeild. Það
haust gengu nemendur undir
forustu Páls út á Heimaey og
máluðu fjöll og annað landslag,
hús, báta o.fl. því líkt.
Haustið 1958 var Benedikt
Gunnarsson, listmálari, ráðinn
teiknikennari skólans. Voru þá
27 nemendur í kvölddeild og 20
nem. í barnadeild. Þetta haust
fékk Myndlistarskólinn inni í
húseigninni Óskasteini við For-
mannabraut. Hann hefur verið
þar síðan til húsa fyrir sérstaka
velvild og hjálpsemi Martins
Tómassonar, eiganda hússins.
Þetta haust heimsótti Björn Th.
Björnsson, listfræðingur, Mynd-
listarskólann og tók upp út-
varpsþátt um hann. 1 barna-
deild var gjörð fyrsta myndin
af sögulegum viðburðum í Vest-
mannaeyjum, en gert er ráð
fyrir, að Myndlistarskólinn láti
gera alls 4 slíkar myndir. Skóla-
slit fyrir jól.
Vorið 1959 hélt skólinn sýn-
ingu á myndlist nemendanna í
húsi K.F.U.M. og var gerður
góður rómur að henni.
1959 kenndi Páll Steingríms-
son einn við skólann og hafði
23 nem. í kvölddeild. Engin
barnadeild var þá starfrækt við
skólann. Kristni Pálssyni í Héð-