Blik - 01.05.1961, Page 187
blik
185
1831, síðar ljósmóðir í Vest-
mannaeyjum.
4. Helga, f. í apríl 1833. Dó
fárra daga gömul.
5. Þórdís Helga, f. 14. júlí 1834.
6. Ólafur Diðrik, f. 6. ágúst
1837.
7. Þorvarður, f. 1842. Dó í maí
1844.
Séra Benedikt Magnússon lézt
að Mosfelli 17. marz 1843. Skipt-
ing búsins fór fram í september
um haustið. Kom þá berlega í
Ijós, hversu efnahagur prests-
hjónanna var rýr, eignir litlar
og skuldir miklar, sérstaklega
verzlunarskuldir.
Frá Mosfelli fluttist prests-
ekkjan Þorbjörg Einartedóttir
nieð börn sín að Móagilsá á Kjal-
arnesi, sem var hálfgert rýrð-
arkot, 13,7 hundruð að dýrleika.
Þá var Jóhann Knútur sonur
hennar 21 árs í skóla, Anna
Valgerður 12 ára, Þórdís Helga
9 ára, Ólafur Diðrik 6 ára og
Þorvarður eins og hálfs árs.
Hann dó í maímánuði næsta ár,
eins og fyrr segir.
Næstu tvö árin er það vitað,
að Þorbjörg prestsekkja bjó að
Móagilsá við mikla fátækt. Það-
an fermdist Anna Valgerður
dóttir hennar vorið 1845, rúm-
lega 'hálf fimmtánda árs, ,,sið-
Prúð stúlka, vel að sér og gáf-
US“, segir presturinn um hana.
Prestskonan að Ofanleiti í
Vestmannaeyjum var á þess-
Urn árum Þórdís Magnúsdóttir,
gift séra Jóni J. Austmann.
Hún var systir sér Benedikts
prests að Mosfelli. Til þessarar
mætu konu fluttist Anna Val-
gerður, bróðurdóttir hennar,
árið 1847 eða tveim árum eftir
ferminguna. Þá var hún á 17.
aldursári, fríð stúlka og nett-
vaxin, prúð og rík af yndis-
þokka.
Prestssonurinn á Ofanleiti
var þá 18 ára gamall. Hann
var ötull starfsmaður föður
síns við búskapinn á Ofanleiti,
en lítið hneigður til bóklegrar
iðju.
Ekki höfðu þau lengi verið
saman á Ofanleiti, frændsyst-
kinin Anna og Stefán, er þau
urðu ástfangin hvort af öðru.
Maddama Þórdís, sem var
glögg kona og gáfuð, sá brátt,
hverju fram fór um soninn og
frændkonuna. Hún kom eitt
sinn að máli við prest um sam-
drátt þennan. Skuggi var á.
Þau voru systkinabörn, skötu-
hjúin. Allt var þó látið af-
skiptalaust og kyrrt liggja.
Svo var það sunnudagskvöld
að Önnu og Stefáni varð reikað
í fögru veðri vestur í hraunið
vestan Norðurgarðsbæjanna.
Þar settust þau í grasigróinn
hraunbolla. Sólina bar yfir Álsey
og hellti hún geislum sínum yfir
láð og lög. Aldan svarraði við
flúðir og berg Ofanleitishamars.
Smáfuglar tístu við hreiður sín
í grasigrónum hraunbollum og